Eftir 4 ára “yfirheyrslur” í Guantanamo hjá CIA hefur Khalid játað á sig öll helstu hryðjuverk síðustu ára, eða 31 talsins í öllum heimshornum. Allt frá 9/11 til páfa-tilræðis.

Hér er allur listinn:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/6452789.stm

Ekki amalegt. Það myndi heldur enginn játa á sig allt þetta eftir að hafa verið lokaður inni og pyntaður í aðeins 4 ár.. Hann hefur sennilega játað á sig Hurricane Katrina líka. :)

En þýðir þetta að war on terror bransanum verði bara hætt?
Það er allavega kosturinn við að hafa svona óskilgreint stríð. Þá er bara hægt að hætta þegar það hentar. BushCo er fastur í 2 kviksyndum og þrátt fyrir heiðarlega tilraun til að stefna í það þriðja í Íran, er það eiginlega ekki alveg að ganga og verður því bara að láta sér hitt að góðu. Því er alveg eins gott að blása terrorgrýluna af í bili, enda líklega ekki meira uppúr því að hafa.

Síðan þýðir þetta væntanlega líka að Osama er saklaus? Hann hefur reyndar aldrei verið ásakaður og eftirlýstur fyrir 9/11 af viðurkenndum aðilum, samanber heimasíðu FBI: http://www.fbi.gov/wanted/terrorists/terbinladen.htm