Mæli með því að þið lesið þetta ef þið eruð ekki búin að heyra af þessu máli!

Þegar ég las þetta varð ég orðlaus! Ef við getum ekki treyst lögreglunni til að beyta rétt, hverjum þá?! Lögreglan sem á að sjá um að fólk beyti rétt, þá á hún ekki sjálf að haga sér svona. Það ætti að reka þetta fólk, allt með tölu! Ég er svo reið fyrir hönd stelpunnar, að það er bara fáránlegt!

hér er svo frásögn hennar, tekið af http://skorrdal.blog.is/blog/skorrdal/
“jæja

Hef kvartað undan ýmislegu að undanförnu en nún er mér gjörsamlega nóg boðið. Það er eitt að misnota vald sitt en hvaða svívirðing að gera það í nafni laganna. Þó ég hafi ekki alltaf verið sammála gjörðum lögreglunnar í ýmsum málefnum og tel björgunarsveitirnar eigi að sjá um sem mesta lögæslu í landinu hef ég oft talað máli lögreglunar og sagt að þar hjóti að vera gott fólk, alveg eins og öllum örum starfsstéttum.

Eftir reynslu minni af lögreglunni um helgina er ég samt byrjuð að stórlega efast um að það finnist lögregluþjónn með siðferiðskennd á eyjunni okkar góðu, allavega var sá lögregluþjónn ekki á vakt á föstudagskvöldið var.

Kvöldið byrjaði ágætlega. Ég, Hanna og Pétur skruppum saman út í nokkra bjóra. Ekkert óeðlilegt við það enda ekki mikið annað hægt að taka sér fyrir hendur á kvöldum sem þessum. Hittum vinkonu okkar á Q bar og ætluðum öll að fara saman á næsta bar. Pétur skrapp inn á prikið til þess að nota klósettið en ég beið fyrir utan. Þar hitti ég vin minn frá því ég var 7 ára spjallaði smá við hann…. undir endan förum ég og vinkona mín inn til þess að svipast eftir Pétri en er ég þá tekinn höndum af einhverjum úturrugluðum dyraverði og sökuð um að hafa kílt einhverja gellu…. Þegar ég neita og vinkona mín segir við hann að við höfum verið saman allan tíman og það hafi ekki geta gerst heldur hann því framm að ég hafi einnig verið þar seinnustu helgi að stinga einhvern gaur með skrúfjárni. Vandamálið er að ég var á Selfossi seinustu helgi í opnunarpartíi Tonys og hef ekki drukkið síðan í Desember.

Dyravörðurinn sem leit útfyrir að vera úturdópa steratröll henti mér því út og niður á götuna…. þar sat þetta svín á mér með eithvert fantatak og hótaði á mig löggunni. Ekki var ég smeyk við hana enda hafði ég ekkert gert en var samt ekki sam sáttust við prísundina svo ég barðist mikið um og gerði allt sem í valdi stóð til þess losna við að sleikja götuna. Löggan tók hins vegar sinn tíma eins og venjulega svo þarna lág ég með þennan viðbjóð ofan á mér í hátt í hálftíma. Þegar löggan loksins kom á sinni maríu var ég sett beint í handjárn og inn í bíl. Ég fyrstu reyndi eg að útskýra fyrir lögreglunni hvað hefði gerst en eftir að hafa fengið að heyra svívirðinar um mig og minn húðlit og komment ein og hvers konar negralýð væri verið að hleypa inni í landið var mér nóg boðið. Svona fær engin að taka við mig og sérstaklega ekki fólk með völd… hversu svört sem ég er borga ég líka skatta í þessu landi og krefst þess að vera sýnd sú virðing sem aðrir íbúar fá.

Inn í bílum var mér strax hótað að verða sett inn á þriðju hæð, sem er þekkt fyrir myndavélaleysi og ofbeldi. Þá reyndu vinir mínir að tala mínu máli en sem hefði svo sem geta gengið og ég fengið að fara beint heim en eftir allt þetta virðinarleysi var ég alveg tilbúin að fara niður á stöð og tala við vaktsjórnann um hegðunn eða hegðunnarvandamál manna hans. Það var ekki hins vegar ekki svo góð hugmynd því ef lögreglumaðurinn var sonur djöfullsins var varstjórinn pabbi hans!!!!!!
Á endanum var ég bókuð og sett í varðhald. Það var hins vegar eitthvað hernaðarleyndarmál fyrir hvað ég var handtekin og sama hvernig ég spurði þá var það kurteisasta svarið sem eg fékk að það kæmi mér ekki við.

Mér var því bókstaflega hent inn inn í kefa… eins og marblettirnir á líkama mínum sína og látin dúsa þar. Hins vegar var ég orðin nett prirruð á allri þessari framkomu svo ég hríngti bjöllu sem staðsett var inn í klefanum mínum… ekki vildi sú mannesja hlusta á mig heldur og hætti að svara hringingum mínum. Tók ég því til þess ráðs að nota 50 kall sem eg var með í vasanum til þess að rispa í hurðina… komu þá ekki þjónarnir að vörmu spori og vildu peninginn. Ekki vildi eg efhenta hann og þá var eg tekin niðir og leytað á mér…. bæði af karl og kvennkyns þjónum og móti þá engu skipta þó eg heimtaði leitarheimild frá dómara. 50 kallinum náðu þeir nú samt ekki enda er ég nískur negri sem passa upp á mína peninga.

Því næst tóku þjónarnir á það ráð að klæði mig úr fötunum. Þegar ég neitaði var mér bara haldið niðri og klædd úr með valdi…. og nærfötin mín klippt í burtu. Þetta var auðvita gert með miklum átökum enda vil ég helst halda fötunum mínum og virðingu. Þá tók hins vegar perraskapur lögreglunnar öll völd, og settir voru upp hanskar til þess að leyta upp í leggöngunum mínum. Nei nei nei….. þetta var náttúrulega ekki að fara að gerast og fékk gellan nokkur álitleg spörk í andlitið. Gefist var upp á þessu en í hefndarskyni var teppið og dýnan tekin af mér og ég látin dúsa þarna í nokkra tíma alls nakin.

Greinilegt er að lögreglan í miðbænum hefur tekið sér til fyrirmyndar starfsaðferðir fangavarðanna í Guantanamo. Ég viðurkenni fúslega að ég var ekki upp á mína bestu hegðun en ég stóð í þeirri trú að lögreglan ætti að kunna að höndla ölvað fólk ekki pinta og svívirða.”

Lög nr. 19/1991:

32. gr. 1. Skylt er að gefa sakborningi upplýsingar um kæruefni áður en hann er yfirheyrður út af því eða við handtöku ef til hennar kemur. Maður, sem handtekinn hefur verið í þágu rannsóknar opinbers máls, á rétt á að hafa samband við lögmann eða annan talsmann sinn, sbr. 37. gr., þegar eftir handtöku.

92. gr. 1. Leita má á sakborningi ef nauðsynlegt þykir til að taka af honum gögn eða muni sem hald skal leggja á. Leiki grunur á að maður feli innvortis muni eða efni sem hald skal leggja á er heimilt að framkvæma leit, að fengnu áliti læknis. Þá má taka blóð- og þvagsýni úr sakborningi og framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn í þágu rannsóknar sem gerð verður á honum að meinalausu. Enn fremur má taka af honum fingraför og myndir í þágu rannsóknar.

93. gr. 1. Leit og líkamsrannsókn skv. 92. gr. skal ákveðin í úrskurði dómara, nema sá sem í hlut á samþykki hana.
3. Við leit skal gæta þeirrar varfærni og hlífðar sem samræmist markmiði hennar. Ekki skal gera húsleit að næturþeli nema mjög brýn nauðsyn sé á og sakarefni stórfellt. Leit innan klæða skal gerð af manni sem er sama kyns og sá sem leitað er á.
4. Leit innvortis, taka blóðsýnis og aðrar samsvarandi aðgerðir skulu framkvæmdar af lækni eða hjúkrunarfræðingi.

Lögreglan er lögbrjótur, fasistar og ekki til þess að sýna nokkra virðingu. Héðan í frá mun ég ekki á neinn hátt aðstoða lögreglu, né heldur koma fram við hana af þeirri virðingu sem þeir heimta. Svona menn eiga enga virðingu skilda.

Er ekki í lagi? Ég bara spyr, finnst ykkur þetta réttlætanlegt af lögreglunni? Má hún gera þetta, afþví lögreglan hefur völdin? Nei það finnst mér ekki!

Endilega segið skoðun ykkar á þessu máli.