Hvað eru vesturveldin að spá? Ef það er satt sem menn eru að segja varðandi geimferðaáætlun Írana erum við að tala um of mikla hagsmuni sem vesturveldin tapa á þessu stríðsmangri sínu.
Ég meina, það eru ótrúlegir fjármunir sem Vesturveldunum verður af ef við missum markaðinn í Íran.
Það hljóta að vera fjöldinn allur af hátæknibúnaði sem Íran vantar sem við á Vesturveldunum getum selt þeim og grætt helling af peningum. Ýmiss hugbúnaður, sólarbatterí, ál og trefjaplast, Íranir koma til með að þurfa gífurlegt magn af þessum hlutum til að koma geimferðaráætluninni sinni af stað. Meira að segja Íslendingar geta tekið þátt og grætt á þessu geimferðarævintýri.

Svo að nú er ekki aðeins siðferðisleg rök gegn refsiaðgerðum gegn Íran, heldur líka efnahagsleg rök. Ef olían í Íran er svona dýrmæt að hún má ekki fara til Kína þá getum við einfaldlega skipt á henni fyrir hátæknibúnaðina okkar.
Þá er bara að vona ráðamenn Vesturveldana sjái möguleikana á þessum markaði og sjái að það græða allir á frjálsum viðskiptum en enginn á þvinguðum (eins og þeim sem eru í Írak).