Hvernig mynduð þið skilgreina séríslenska menningu? Ef við sigtum út öll áhrif erlendra fjölmiðla á menningastrauma hérlendis, hvað stendur þá eftir?

Hvað er það sem aðskilur okkur frá öðrum vesturlandaþjóðum?(Í aðalatriðum þá).

Svo virðist sem að flest allt sem við gerum, hvort að það sé í sambandi bókmenntir, sjónvarp, kvikmyndir, tísku og jafnvel lagasetningum, sé eftir erlendri fyrirmynd.

Á heildina litið, er orginal, séríslensk menning yfirhöfuð til í nútímasamfélagi?