Þetta er copy/paste af bloggsíðu manns að nafni Pétur Gunnarsson. http://hux.blog.is/blog/hux/ :

“Hver sagði þetta á Alþingi, 22. nóvember, 2005?

Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði

Alveg rétt, það var pólitískur leiðtogi umhverfissinna í landinu, Steingrímur J. Sigfússon.”

Urriðafossvirkjun verður að staðreynd hvort sem Hafnfirðingar kjósa stækkun Alcan eða ekki.
Og það eru fleiri en Steingrímur sem vilja virkja í neðri Þjórsá. Tryggvi Friðjónsson fulltrúi Vinstri grænna í Orkuveitu Reykjavíkur gekk svo langt að styðja sölu á orku til ALCAN, samkvæmt grein Morgunblaðsins 1. júlí 2005:

“TRYGGVI Friðjónsson, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segist styðja samkomulag, um að Alcan kaupi af Orkuveitunni 200 MW af raforku vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. Fulltrúar Alcan á Íslandi og OR skrifuðu undir samkomulagið í fyrradag.

Tryggvi segir það rétt að Vinstri grænir hafi haft efasemdir um áframhaldandi álversuppbyggingu. ”Við settum fram ákveðnar efasemdir um álver í Helguvík,“ sagði hann, ”og ég tel eðlilegt að fjallað verði um áframhaldandi aðild Orkuveitunnar að orkuöflun til stóriðju, í viðræðunum um framtíð R-listans.“

Hann bendir hins vegar á að í Straumsvík sé þegar búið að reisa álver og að umrætt samkomulag snúist um stækkun á því álveri. Á því sé því ákveðinn stigsmunur, þ.e. að reisa nýtt álver og að stækka álver. ”Það er líka mikilvægt að gæta meðalhófs í öllum ákvörðunum. Ég tel því rétt að standa að þessu verkefni,“ segir hann.”