Mig langar að vekja umræður á þessu áhugamáli um grein nokkra sem ég rakst á nýlega á netinu.
Hún fjallar um grunsemdir höfundar um hver sökudólgurinn í Geirfinnsmálinu svokallaða er. En í frásögn þessarar konu koma fram ýmsir aðrir óhugnanlegir atburðir sem hún telur tengjast morðingja Geirfinns.
Þetta er áhugaverð lesning og vekur upp margar spurningar sem tengjast þessu máli öllu saman.

Ég ábyrgist þó á engan hátt að það sem hér segir sé rétt eða satt.
Það er einungis að ég vil fá að sjá hvað ykkur finnst um málið og hvort hægt sé að líða það að stjórnvöld líti fram hjá svona mikilvægum upplýsingum. En þær virðast hið minnsta vera nóg til þess að málið sé rannsakað aftur með tilliti til nýrra “sannana”.

Mál 214

Sannleikurinn um Guðmundar- og Geirfinnsmál


Eftirfarandi bréf var sent í nóvember 2003 til allra alþingismanna

Reykjavík, 4. nóvember, 2003

,,Ágæti viðtakandi þessa bréfs!


Ég er að leita að heiðarlegu fólki sem sér ástæðu fyrir að þau mál sem ég fjalla um verði rannsökuð til hlýtar vegna alvarleika þeirra.

Ég er ekki síður að kynna hvernig framkvæmdavald stjórnsýslunnar kemur í veg fyrir að mikilvæg mál komist í hendur dómstóla. Stjórnsýslukerfið á að tryggja okkur öllum öryggi og réttláta málsmeðferð, sem er einn af mikilvægustu þáttum hverrar lýðræðisþjóðar. Þau mál sem ég fjalla um falla undir stjórnsýslu núverandi dómsmálaráðherra Sólveigu Pétursdóttir.



Ég set spurningarmerki við að ráðherra hafi verið heiðarlegur með yfirhylmingu og / eða aðgerðarleysi, eða hvort þess háttar vinnubrögð séu eðlileg og réttlætanleg af hálfu stjórnvalda? Og þá einnig hvort að embættismenn innan stjórnsýslunnar geti tekið sér það einhliða vald að hindra að sakamál upplýsist, hvort það sé mögulegt lagalega og / eða siðferðilega?’’



Ágæti Alþingismaður eða Ráðherra!



Þannig byrjaði ég bréf dags. 25. apríl 2003 sem ég skrifaði formönnum allra stjórnmálaflokkana hér á landi. En þar sem ég hef ekkert heyrt frá flokksformönnunum, þeim sem veittu bréfunum móttöku eða hvaða viðbrögð málin sem ég fjallaði um fengu hjá þeim, þá sé ég mig knúna til fara með þessi mál inn á Alþingi og skrifa því öllum alþingismönnum og ráðherrum sem setu eiga þar. Þá sendi ég einnig afriti af bréfi dags. 6. desember 2000 til lögreglustjórans í Reykjavík og afrit af bréfi dags 13. September 2001 til dómsmálaráðuneytisins.



Í október 1998 hitti ég vararíkislögreglustjóra Þórir Oddsson, hann hafði þá á borðinu hjá sér krufningarskýrslu sem ég hafði beðið Guðmund Guðjónsson þá yfirlögregluþjón hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, um að væri dregin fram í dagsljósið og skoðuð þar sem ég hefði grun um að kona sem fannst látin hefði vera drepin í auðgunarskini og fá upplýst hver dánarorðsök hennar hefði verið. Þórir lýsti undrun sinni hvers vegna ég grunaði að konunni hefði verið ráðinn bani og hann upplýsti mig þá að réttarkrufning hefði ekki útskýrt banamein konunnar, jafnframt viðurkendi hann að engin rannsókn hefði verið gerð af hálfu lögreglu viðkomandi dauða hennar, þ.e.a.s. Dánarorðsök þeirrar látnu var ókunn!



Þá sagði ég Þóri Oddssyni frá tveimur sakamálum er varða morð þjófnað og jafnvel falsanir, og ég grunaði einn og sama einstaklinginn sem ég ætla að kalla X um að vera viðriðinn þau og vera valdur að dauða þessarar konu. Þessi tvö sakamál ætla ég núna að kynna fyrir þér. En með dyggum stuðningi frá fyrrverandi Dómsmálaráðherra kom stjórnsýslan sér hjá því að málin væru rannsökuð. Nú skora ég á þig Alþingismaður eða ráðherra að þú beitir þér fyrir því að þessi alvarlegu sakamál verði rannsökuð til hlítar og þau fái meðferð hjá dómstólum.



Ég benti Þórir á hvar lík Geirfinns Einarssonar væri að finna. Að X hefði komið því fyrir á lóðinni heima hjá sér og flutt um 50 tonna bjarg þangað í þeim tilgangi einum að setja það yfir líkið, þá hefði ég X grunaðan um hafa banað Geirfinni. X hafði flutt í nýbyggt hálfklárað hús sitt er eldri dóttir hans og seinni eiginkonu fæddist í júní 1974 en þá var ekki búið að standsetja lóðina það verk unnu þau hjón sjálf síðar og höfðu til verksins keypt traktor og vag til að flytja allt efni til lóðargerðarinnar. Þar sem X eyðir aldrei peningum nema í eitthvað ábatasamt og þá að vandlega athuguðu máli, þá var sú framkvæmd hans að eyða stórfé í flutning á þessu bjargi á lóðina afar ólík öllum hans gerðum, það hlaut að hafa haft einhvern sérstakan tilgang.

Í meðfylgjandi bréfi til lögreglustjórans í Reykjavík dags. 6. desember 2000 lýsi ég gruni mínum varðandi aðild X að Geirfinnsmálinu og hvernig bjargið leit þá út, þar sem það stóð hálf innpakkað á lóðinni fyrir framan íbúðarhúsið. Í bréfi 13. September 2001 til dómsmálaráðuneytisins lýsi ég breytingum sem átt höfðu sér stað á bjarginu sem þá var komið í þrjá hluta.



Ef þú kannast við álfasteininn sem vegagerðarmenn þurftu að flytja úr stað vegna breikkun Vesturlansdsvegar í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum þá hefurðu góðan samanburð við stærðina á bjarginu.



Ég sá breytingarnar á bjarginu 20. apríl 2001, en þar sem Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagðist á fundi sem við áttum 8. maí 2001, ekki einu sinni hafa séð bréfið til lögreglustjórans dags. 6. desember 2000 og hann fullvissaði mig um að lögregla hefði ekki leitað þar. Þá vissi ég að X hefði fengið viðvörun og það reyndist vera rétt.

Seinni partinn í mars árið 2001 hitti ég Gunnar góðan vin X og við áttum tal saman. Ég vissi að hann gæti gefið mér upplýsingar varðandi erfðarskrá sem ég kem að í síðara málinu og samtal okkar snérist um hana. Í lok samtalsins spurði ég Gunnar hvort hann hefði þekkt X þegar X vann sem brunavörður á Keflavíkurflugvelli á árunum eftir 1970 en Gunnar sagði að svo væri ekki. Seinna fékk ég þær upplýsingar frá Sigrúnu kunningjakonu minni að Gunnar hafði farið strax á fund X og sagt honum frá samtali okkar. Ég hafði fram að því grunað að X hefði fengið upplýsingar frá lögreglu, en innan raða hennar á X góðan kunningja og voru þeir samstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli! Það var á páskunum 2001 eða hálfum mánuði eftir að Gunnar sagði X frá samtali okkar að X flutti bjargið úr stað. Sú aðgerð X að rjúka til og færa þetta bákn úr stað sínum, sannaði fyrir mér að grunur minn um hvar hann hefði komið líkinu fyrir hefði verið réttur og hann hefði þá verið að fjarlægja það. Tilgangur X með að flytja bjargið á lóðina var kominn í ljós!



Bjargið er vel sjáanlegt frá götunni þar sem það stendur, núna í þremur hlutum en það brotnaði í sundur þegar það var flutt úr stað. Ég skora á þig og ykkur öll sem ég sendi bréfið til, að fara og sjá sjálf breytingarnar á lóðinni og bjarginu frá fyrri lýsingu í bréfi dags. 6. desember 2000. Heimilisfangið er Markarflöt 11. 210 Garðabæ.



Þá hef ég einnig þann sama aðila grunaðan um að hafa banað móðursystur sinni í þeim tilgangi að ná af henni lykli að bankahólfi sem hún hafði stolið frá sambýlismanni sínum er hann lést árið 1977 konan fannst látin tveimur árum síðar eða árið 1979. Hún hafði sagt systir sinni móðir X frá lyklinum og að í bankahólfinu væru alveg ótrúleg auðæfi, þá að hún geymdi lykilinn alltaf í veskinu sínu til þess að erfingjar heildssalans næðu honum ekki. Sambýlismaður hennar var Ásbjörn Ólafsson heildsali en hann hafði rekið heildverslun sína Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar h/f frá árinu 1937 til ársins 1977 eða í 40 ár er hann lést. Ég veit að X og móðir hans höfðu lykilinn að bankahólfinu undir höndum daginn eftir að konan dó og þau rændu bankahólfið að henni látinni.



Þegar fólk fynst látið þá er lögregla kvödd á staðinn og sér hún um að upplýsa hvað hafi valdið dauða þess látna, alltaf í þeim tilfellum er gerð ýtarleg krufning á líkinu svokölluð réttarkrufning, ef dánarorðsök verður ekki kunn með krufningu þá ber lögreglu að rannsaka látið og ganga úr skugga um hvað hafi valdið dauða viðkomandi manneskju. En í hennar tilviki var engin rannsókn gerð hún var jarðsett þó að banamein hennar væri ókunnugt… Var það tilviljun eða ekki tilviljun?



Eftir að konan var jarðsett komu erfingjarnir saman á heimili hennar og skiptu með sér dánarbúinu. Það voru eingöngu persónulegir munir sem komu í hlut hvers og eins, kona eins erfingjans sagði að það sem maður hennar hefði fengið í sinn hlut voru hljómplötur sem komust fyrir í einum kassa, látna hefði verið með öllu eignarlaus!!! Svo er það löngu seinna eða upp úr 1980 að erfðarskrá eftir látnu er sögð vera fundin og konan hefði arfleitt systurdóttur sína sem er verulega þroskaskert og hálfsystir X að eignum sínum. Erfðarskráin var ekki birt erfingjum aðeins sögð hafa fundist. Var þá persónulegum munum látnu konunnar sem áður var skipt skilað til þeirrar fötluðu.

Móðir X og þroskaskertu stúlkunnar, systir látnu, bjó á þessum árum við erfiiðar aðstæður, hún hafði búið með manni sem þótti sopinn góður en hann var farinn fyrir rúmum áratugi síðan. Hún var því einstæð með þrjár dætur á framfæri og gat illa sótt vinnu vegna fötlunar dóttir sinnar. Eftir að erfðarskráin var sögð fundin sækir hún um lóð á einhverjum dýrasta stað í Reykjavík og byggir þar 250 fermetra raðhús, hafa hún og X alltaf sagt að húsið sé byggt fyrir fé úr erfðarskránni og vera eign þeirrar fötluðu en húsið er í fasteignarmati ríkisins 100% eign móðir X. Þetta er eitt dæmi af mörgum sem ég útskýrði fyrir lögreglu og gruna að fjármunir Ásbjörns Olafssonar hafi verið notaðir í að fjármagna. Ég ýtreka að sú látna var eignalaus og kemur það skýrt fram á síðasta skattframtali hennar. Hverjir eru líklegustu morðingjarnir? Jú það eru þeir sem auðgast á dauða viðkomandi!



Lögregla hefur aldrei gefið upp hvað banamein konunnar var og þá hafa þeir ekki rannsakað þjófnaðinn úr bankahólfinu eða erfðarskrána aðeins sagt að þeir hafi kannað dauða hennar og að,,réttarkrufning hafi verið gerð eins og lög gera ráð fyrir’’… Ég bendi ykkur á að krufningarslýrsla hennar er geymd á þjóðskjalasafninu og þá ættuð þið einnig að geta fengið frá lögreglu, allar rannsóknir sem viðkoma dauða hennar. Ég skora á ykkur að kynna ykkur þessi gögn.. Konan hét Dagbjört Eyjólfsdóttir hún var fædd 11. janúar 1926 og fanst látin 19. apríl 1979 þá 53ja ára gömul.

Tíu mánuðum síðar eða þann 22.febrúar 1980 kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í Geirfinnsmálinu!. Ég hef grun um að dauði Dagbjartar hafi ekki verið rannsakaður á sínum tíma vegna þess að þá hefði Geirfinnsmálið aldrei farið í gegnum dómskerfið í þeirri mynd sem það fór!



Ef lát Dagbjartar væri rannsakað nú þá yrði ekki hjá því komist að aðild þess grunaða að Geirfinnsmálinu yrði einnig rannsakað.. Ég minni á að morð fyrnast aldrei.



Eins og ykkur er kunnugt þá fer fólk til lögreglu ef það annað hvort óskar eftir aðstoð hennar eða þá að það hefur upplýsingar að færa sem viðkoma sakamálum. En vegna þess að X á vin innan raða lögreglu og ég hafði grun um að hann léti X vita af heimsókn minni til þeirra þá vissi ég hreinlega ekki hvað ég ætti að gera. En vegna hræðslu sem var ekki lítil, við að vera vitni að upplýsingum sem enginn glæpamaður vill láta upplýsa um sig, en X heyrði hvaða upplýsingar ég fékk þar sem hann var á staðnum þegar móðir hans sagði mér að hún hefði haft veski systir sinnar með lyklinum í heima hjá sér daginn eftir að systir hennar dó og þeim ótrúlegu auðæfum sem í hólfinu voru. Þá hafði ég einnig, aðeins rúmum mánuði áður orðið vitni að viðbrögðum X varðandi endurupptökubeiðni á Geirfinnsmálinu, ég lýsi viðbrögðum X í meðfylgjandi bréfi dags. 6. desember 2000. Þá varð ég öryggis míns vegna að gera eitthvað og að lokum leitaði ég til lögreglu með málin að miklu leiti upplýst. Hvert annað gat ég farið?



Á þessum árum bjó ég með tveimur sonum mínum sem þá voru enn á unglingsaldri, mér bar skylda til að annast öryggi þeirra og ekki síður eigið öryggi þeirra vegna.. En ekki get ég þakkað lögreglu fyrir að ég er enn á lífi, það er vegna eigin varúðar að að ég er hér ennþá. Bæði var að X reyndi að fá mig á sinn fund, hann hringdi til mín og bað mig að hitta sig, sagðist ætla að sækja mig kl. 9 það kvöldið. X bað mig jafnframt að láta engann vita hvert ég væri að fara eða hvern ég ætlaði að hitta. Þá hef ég ýtrekað orðið vör við mannaferðir að nóttu til utan við heimili mitt. Ég hef ekki síðan ég komst að glæpunum sofið við opinn glugga. Lögfræðingur lögreglu ráðlagði mér að verjast með hvers konar aðgerðum ef á mig yrði ráðist, er ég sagði honum að ég hefði keypt mér hníf sem ég geymdi á náttborði mínu sagði hann mér og hika ekki við að nota hann ef til kæmi. Frá lögreglu fékk ég enga vernd, þeir sögðu að ég gæti ekki kært þessi mál þar sem þau væru mér óviðkomandi og ég gæti ekki gert kröfu á að þau yrðu rannsökuð.



Vegna hversu alvarleg þessi mál eru þá lagði ég á mig mikla vinnu í upplýsingaöflun til að fara rétt með staðreyndir þegar ég heimsótti Þórir Oddsson og ég færði honum bæði málin að miklu leiti upplýst og þá hvað varð af fjármunum Ásbjörns Ólafssonar heildsala en hann var með ríkustu einstaklingum á Íslandi ef þá ekki sá ríkasti. Og þá hið síðara og raunverulega Geirfinnsmál!



En hvers vegna þagði lögregla og rannsakaði ekkert? Hvers vegna vildi ríkissaksóknari ( en hann kom frá ríkislögreglu til starfa sem ríkissaksóknari að mig minnir á árunum um og eftir 1995) ekki að rannsókn væri framkvæmd? Á hvorugu málinu? En hvort málið fyrir sig dregur hitt á eftir sér í rannsókn. Ég minni á að á þessum árum lögðu lögmenn sakborninga í Geirfinnsmálinu fram hverja beiðnina á eftir annari um að Geirfinnsmálið yrði endurupptekið og ríkissaksóknari hafði ekki undan að visa beiðnum frá. En stjórnsýslan þagði og hélt að sér höndum. Hvers vegna lét Dómsmálaráðherra aðgerðarleysið viðgangast?



Hvert er hlutverk lögreglu, ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra í okkar þjóðfélagi? Fyrir hvaða vinnu þiggja þessir aðilar laun? Hvort eiga þessir aðilar að upplýsa glæpamál eða hylma yfir þau? Ég gruna að þeir aðilar innan kerfisins sem fjölluðu um þessi mál á sínum tíma eigi hagsmuna að gæta í sambandi við Geirfinnsmálið. Ég bendi ykkur á að ég skrifaði um kunningsskap þess grunaða við lögreglu og lögregla varðist rannsókn á þessum glæpamálunum eins og um eigin glæpamál væri að ræða.

Var fyrrverandi Dómsmálaráðherra Sólveig Pétursdóttir að vinna sér velvild stjórnsýslumanna sinna með yfirhylmingu? Lokasvar Dómsmálaráðherra til mín var dags. 5. apríl 2002. Þar segir orðrétt:



,,Með bréfi ríkissaksóknara til yðar dags. 17. janúar 2001 var yður tilkynnt að erindi bréfs yðar þætti eigi gefa tilefni til nýrra rannsókna vegna svonefndra Geirfinns og Guðmundarmála.(Það er bréf dags.6. desember 2000 sem vitnað er til). Kemur sú ákvörðun eigi til endurskoðunar dómsmálaráðuneytisins .Með tilvísun til framangreinds tilkynnist yður hér með að ráðuneytið hefur lokið athugun sinni á máli þessu’’!



Dómsmálaáðherra leit fram hjá bréfi dags.22. janúar 2001 þar áfrýaði ég ákvörðun ríkissaksóknara og fullyrti að lík úr Geirfinnsmálinu væri falið undir bjarginu á Markarflöt 11 í Garðabæ og þá fleiri bréfum sem ég skrifaði ráðuneytinu eftir úrskurð ríkissaksóknara og flutning X á bjarginu í apríl 2001 sem kemur fram í bréfi 13. september 2001.



Ráðuneytið athugaði ekki neitt! Vísaði bara málinu frá sem afgreiddu! Hefði ráðherra kirkju og dómsmála ekki verið mögulegt að boða mig, lögreglu og ríkissaksóknara á sinn fund? Af hverju vildi Dómsmálaráðherra ekki að sannleikurinn kæmi í ljós? Og gerði ekkert! Ekkert í viðleitni til að upplýsa þessi mál. Var það eingöngu kjarkleysi af hennar hálfu að þora ekki að láta upplýsa Geirfinnsmálið? Hafði hún einhverra hagsmuna að gæta? Hverja var ráðherra að vernda og hvers vegna? Af hverju má Geirfinnsmálið, það mál sem hefur alla tíð verið umdeildasta sakamál íslensku þjóðarinnar, ekki upplýsast?



Þann 18. apríl 2002 hafði ég símleiðis samband við Láru V. Júlíusdóttir skipaðan saksóknara í máli Magnúsar Leopoldssonar þar sem að ríkissaksóknara var ekki treyst til verksins. Ég útskýrði fyrir Láru grun minn varðandi aðild X að Geirfinnsmálinu sem hún sagðist ætla að kanna. Í samtali okkar kom fram að hún vissi að fjármunir Ásbjörns Ólafssonar hefðu aldrei fundist. 10. júní 2002 hafði ég aftur samband við Láru símleiðis. Sagðist hún þá engin tengsl hafa fundið á milli X og þess Geirfinnsmáls sem hún hefði á borðinu hjá sér, hún sagðist þá ekki vita hvort það væri hennar hlutverk að leita að líkum en sagðist ætla að skoða það sem ég hefði að segja. Afhenti ég síðar þann sama dag á skrifstofu hennar þau bréf sem þá höfðu verið skrifuð. Að kvöldi 30.september 2002 hafði Baldvinn Einarsson rannsóknarlögreglumaður og aðstoðarmaður Láru samband við mig í síma af skrifstofu sinni vegna tilmæla frá henni, við töluðum saman í einn og hálfan klukkutíma. Hann sagði frásögn mína áhugaverða en sagðist ekki hafa nein bréf frá mér undir höndum og bað mig að senda sér þau á faxi sem ég gerði þá. En þar sem Baldvin er rannsóknarlögreglumaður ætti hann að hafa aðgang að öllum gögnum sem bókuð eru hjá lögreglunni! Það er að segja ef þau eru bókuð!



Ég hélt lengi vel að Lára V Júlíusdóttir hefði að sjálfsögðu sett ábendingarnar sem ég gaf henni í skýrslu þá er hún vann að fyrir dómsmálaráðuneytið, en þrátt fyrir að í skýrslunni eru skráðar ábendingar frá mörgum þá hef ég komist að því að hún sleppti öllum ábendingum frá mér.. Ég hef hugleitt hvernig það væri td. Í skoðanakönnunum ef þær væru framkvæmdar með fyrirfram ákveðna niðurstöðu í huga, það óæskilega strikað út og aðeins það æskilega birt! Væri eitthvað að marka þannig könnun? Er eitthvað að marka skýrslu Láru? Skýrsluna sem var unnin fyrir almanna fé! Ég bendi á að skýrsluna vann Lára fyrir dómsmálaráðuneytið, þáverandi Dómsmálaráðherra Sólveigu Pétursdóttir.



Það var í febrúar 1975 að Elías Hannesson vinur móðir X deyr á heimili hennar. Elías átti ljósmyndafyrirtæki sem hann starfrækti einn, reksturinn fólst í að taka ljósmyndir af gestum á skemmtistöðum borgarinnar. Vegna vináttu Elíasar við móðir X þá hafði hann fengið X í hluta vinnu til sín. Að Elíasi látnum keypti X fyrirtækið af syni hans.

Vegna þessara tveggja dauðsfalla Dagbjartar og Elíasar hafði ég samband við héraðslækninn í Reykjavík þar sem embætti hans framkvæmir allar réttarkrufningar. Héraðslæknirinn sótti krufningarskýrslur þeirra Dagbjartar og Elíasar og hafði samband við vararíkislögreglustjóra Þórir Oddsson þar að lútandi en Þórir var þá sá aðili innan stjórnsýslunnar sem ég hafði útskýrt málin fyrir, en stjórnsýslan hélt áfram að sér höndum.



Ég hafði einnig samband við sýslumanninn í Keflavík þar sem Geirfinnsmálið byrjaði. Sýslumaðurinn sendi rannsóknarlögreglumann á minn fund. Rannsóknarlögreglumaðurinn fór eftir fund okkar á fund með yfirmönnum í afbrotadeildum lögreglunnar í Reykjavík en upplýsti mig að honum loknum að ekkert ætti að rannsaka…! Meðferð stjórnsýslunnar á þessum alvarlegu málum ætti að sýna okkur hvaða ægivald aðilar innan stjórnsýslunnar geta tekið sér þar sem að þeir lúta ekki aðhalds frá Dómsmálaráðherra.



Ég ásaka fyrrverandi Dómsmálaráðherra Sólveigu Pétursdóttir fyrir yfirhylmingu á alvarlegum sakamálum þar sem hún hindraði að sakamálin næðu til meðferðar dómstóla, en Dómsmálaráðherra hefur lokaákvörðun um rannsóknir er viðkoma Geirfinnsmálinu.



Ég hefði ekki að óreyndu trúað að jafnmikil spilling sem ég reyndi af stjórnsýslu Dómsmálaráðherra væri raunveruleg staðreynd hér á Íslandi og ennþá síður hefði ég trúað að kona sem gegndi embætti Dómsmálaráðherra léti spillta embættismenn innan stjórnsýslu sinnar fara sínu fram og tæki jafnframt fúslega þátt í leiknum

En spillt stjórnsýsla dómsmálaráðuneytis er án nokkurns efa hættulegasta spilling í hverju lýðræðisríki. Á ég þá við að sakamál séu flokkuð af stjórnsýslumönnum, sakamál vina og kunningja stjórnsýslumanna verði ekki rannsökuð og vinirnir sleppi við að fara að landslögum. Ég er að tala um yfirstjórn lögreglu og ríkissaksóknara þá menn sem komu að rannsókn Geirfinnsmálsins á sínum tíma. Ég hef hugleitt hve mörg önnur sakamál hafi horfið af borði þessara aðila í ruslafötu í þeirra stjórnartíð og þannig ekki náð til dómstóla, annaðhvort vegna kunningsskapar og þá ekki síst vegna eigin hagsmuna. Þá hef ég einnig velt fyrir mér hversu auðvelt það sé fyrir þessa aðila að stofna glæpasamtök og stunda t.d. fíkniefnainnflutning, þeir ráða hvernig þeir starfa, hvaða mál þeir bóka hjá sér og rannsaka. Þar sem ekkert innra eftirlit er hjá lögreglu geta þeir hagað sér eins og þeir vilja. Yfirmenn lögreglu hinna ýmsu deilda, virðast vera hafnir yfir allan grun….

Væri ekki gott fyrir gjaldkera og framkvæmdarstjóra hinna ýmsu peningasjóða sem hafa á undanförnum árum orðið uppvísir að fjárdrætti hjá fyrirtækjum að þurfa ekki að bóka kvittanir og vera í þeirri aðstöðu að geta rannsakað eigin mál? Hvað ætli þeir myndu rannsaka mikið? Hvernig ætli sú útkoma yrði?



Þó ég telji þetta vera nægilegar útskýringar verð ég þó að bæta við: Ég reyndi í þrígang á árunum 2001 til 2002 að fá viðtal hjá þáverandi Dómsmálaráðherra Sólveigu Pétursdóttir, því betra er að útskýra munnlega þessi mál þar sem þau eru umfangsmikil og þá ekki síst að útskýra hvern mann sá grunaði hefur að geyma. Ég veit að þú kannast við þjófinn og morðingjann Fagin úr sögunni um Oliver Twist en honum og grunaða líki ég helst saman en ég veit bara ekki hvor er verri. Viðtalið fékk ég ekki!



Ég er hvorki sálfræðingur eða geðlæknir en ég efast ekki um að X er alvarlega geðveikur, þessi geðsýki lýsir sér í hverskonar þjófnaði sem hann framkvæmir hvort það er beinn þjófnaður, skattsvik eða falsanir hann gerir bókstaflega allt til að komast yfir fjármuni og hrósar sér mikið af hvað hann hafi komist upp með að gera. Það er ekki mögulegt að lýsa þessari áráttu hans með orðum á blaði en hann stelur öllu sem mögulegt er að stela og skipuleggur allan þjófnað mjög nákvæmlega fyrirfram. Ég er ekki að ýkja með þessari lýsingu minni og ég fullyrði að þessi árátta hans er svo mikil og sterk að hann drepur fólk til þess að komast yfir eignir þeirra og fjármuni. Með bros á vör!



Það sem ég hef skrifað um þessi mál og skrifleg svör frá ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneyti, hef ég undir höndum ef þú vilt sjá bréfin þá er mjög velkomið að þú fáir að ljósrita þau. Ég veit satt best að segja ekki hvort nokkuð af þeim bréfum sem ég hef skrifað stjórnsýslunni þessum málum viðkomandi hafi verið bókuð þar, þrátt fyrir að ég hef ýtrekað beðið um að svo væri gert.



Þar sem að þú viðtakandi þessara bréfa ert annaðhvort ráðherra, þingmaður eða lögmaður þá veist þú að öll mál má tala út og suður og fer umræðan þá eftir því hvort þú ert með henni eða á móti, hvort þú vilt láta rannsaka þessi mál eða ekki og hvort þú viljir að sannleikurinn komi í ljós eða ekki. Ég bið þig að lesa þessi bréf sem vitnisburð og ég hef undirritað hann allan til staðfestingar.



Og ef þú ert í flokki þeirra sem vilt ekki að málin verði rannsökuð og að Alþingismenn eigi ekki að skipta sér af þeim. Ef þú vilt ekki að Geirfinnsmálið það rétta komi í ljós, þá til verndar stjórnsýslu fyrrverandi Dómsmálaráðherra eða vegna pólitískra skoðanna þinna. Að það sé réttlætanlegt að litið framhjá vitnisburði mínum vegna þess að ég legg ekki fram skrifleg gögn máli mínu til stuðnings og þá sér í lagi og einkum vegna þess að allir dómarar í Hæstarétti dæmdu einróma í Geirfinnsmálinu 22. febrúar 1980. Þar dæmdi Hæstiréttur ákærðu í Geirfinnsmálinu seka um að hafa banað Geirfinni og Guðmundi Einarssonum, þrátt fyrir að sönnunargögn úr málinu væru ekki fyrirliggjandi (engin lík), þótt að grunuðum í Geirfinnsmálinu bæri ekki saman um málsatvik (allir sögðu sín hvora söguna), þrátt fyrir að sakborningar hefðu verið í einangrun í fleirri mánuði og sætt harðræði af hálfu lögreglu, í viðleitni lögreglu (yfirmanna í hinum ýmsu deildum lögreglunnar í Reykjavík í dag) til að fá sakborninga til að játa á sig morð á þeim Guðmundi og Geirfinni Einarssonum. Og þrátt fyrir að banamein Dagbjartar sé enn ókunnugt! Þá skora ég á þig að þú kynnir þér staðreyndir þessara mála og að því loknu skrifir mér rökstutt svar þitt…



En ég efast ekki um og hef aldrei efast um að í öllum lýðræðisríkjum og þá helst löndunum í kring um okkur, legðu stjórnvöld metnað sinn í að sannleikurinn kæmi í ljós og þá sérstaklega sannleikurinn í jafn umdeildu morðmáli sem Geirfinnsmálið hefur alltaf verið. Sér í lagi og einkum vegna þess að líkin fundust aldrei… Sönnunargögn í Geirfinnsmálinu skorti… Og þrátt fyrir að dæmt hafi verið í málinu!!!

Virðingarfyllst,

Guðrún Magnea Helgadóttir

Þessi texti virkar að vísu ekki vel með öllum þessum mál- og stafsetningarvillum en höfundur má þó eiga það að hún er ítarleg í útskýringum sínum.

Þessa grein las ég hér: http://www.69.is/openlink.php?id=42316