Var á mbl.is og sá þar link á video sem hét “Stríðsleikir Írana”
Í fréttinni var talað um að Íranar hefðu verið að æfa eldflaugar og að þeir ætluðu að fagna kjarnorkuáætlun sinni um helgina..

Mega semsagt landið ekki prófa vopn alveg eins og allar þjóðir í heiminum gera.. Jafnvel við Íslendingar vorum um daginn með æfingar þar sem sérsveitin ræðst á ímyndaða hryðjuverkaógn einhverstaðar.. afhverju er ekki Icelandic wargames video fyrir það?

Bandaríkjamenn mega líka alveg gera risastórar heræfingar en ekkert er talað um “US Wargames” í því tilfelli.

Finnst þetta alveg útí hött, Íranar eru bara lagðir í einelti af heimspressunni því að Bandaríkin eru á móti þeim..

Linkur á video:
http://www.mbl.is/mm/frettir/myndskeid.html?file_id=13622