Frétt af mbl.is:
Forkólfar í viðskiptalífinu í heiminum auk stjórnmálaleiðtoga ræddu málefni Netsins á heimsviðskiptaráðstefnunni sem nú stendur yfir í Davos í Sviss. Þar vöruðu menn við því hve lítil afskipti stjórnvöld hefðu af því mikla flæði sem færi um Netið. Því væru litlar hindranir fyrir því að öfgasinnar kæmu skoðunum sínum á framfæri.

Öll ritskoðun ríkja eða einkaaðila á netinu er stórhættuleg. Það má vera að öfgamenn noti netið sem málgagn og ég styð slíka asna ekki, hinsvegar þykir mér það vera réttur þeirra að viðra skoðanir sínar. Auk þess verður að muna að hverskyns ritskoðun sem er sögð vera til að stemma stigum við öfgafullum áróðri er sem tvíeggja sverð, þetta bíður upp á gífurlega misnotkun. Netið er í dag einn stærsti samskiptamiðill heimsins og mun að öllum líkindum stuðla að mikilli lýðræðislegri umræðu í framtíðinni (og gerir það í dag). Ef einhver fær í hendur vald til að ritskoða vefinn almennt (hvernig sem því verður háttað) þá þurfa menn að átta sig á því að slíkt vald bíður upp á misnotkun. Ég hvet alla til að íhuga allan áróður fyrir slíkri ritskoðun, fólk á eftir að beita brögðum eins og að sannfæra ykkur að með þessu móti megi ná barnaníðingum og hryðjuverkamönnum. Munið að það er aðeins einn flötur málsins og gætið að því að fórna ekki málfrelsinu fyrir tittlingaskít.