Ég var stoppaður um daginn af lögunni fyrir að hafa þoku ljósin á, þar sem það var ekki þoka, rigning eða stórhríð. Á stæðan sem ég fékk var þessi meðal annar og að bílinn hjá mér eyddi svo miklu með kastarana á. Bílinn sem ég var á er amerískur og með stóra vél. Löggan sem stoppaði mig, sem var á undan mér og var búinn að vera að gefa stefnuljós út í kannt í nokkurn tíma. Svo ég gef mér að hún væri annað hvort að gefa til kynna að hún væri að stoppa út í kanti eða að hleypa mér fram úr. Ég ákveð að taka fram úr eftir að hafa rætt þetta við félaga minn sem sat í framsætinu, og þá loksins setur hún blá ljós á. Þetta var kl hálf tvö að nóttu og enginn á ferð. Ég hefði stoppa hefði hún sett ljósin strax á.
Þegar ég var stopp og búinn að setja í parkið, búinn að skrúfa niður rúðuna og með ökuskírteinið til, þá steig löggan út, kallaði til mín, “ Villtu ekki draga niður í bensín eyðslunni og slökkva á kösturunum. Það er líka bannað að keyra með þá nema í slæmum skilirðum,” og tók svo léttan dans á götunni og benti upp í lofið, þar sem að það var heiðskírt og gott veður.
Persónulega finnst mér betra að kera með kastarana á í myrkri. Maður sér veginn betur og síðan sér maður aðra bíla betur. Ég veit að á sumum bílum eru aðeins sterkari kastarar en á örum, en við búum á þannig landi að þegar að verður dimmt þá verður dimmt. Þegar er kominn snjór á göturnar og ekki nefna í ljósaskiptunum þegar að það sést stundum ekki neitt, þá finnst mér eiginlega nauðsinlegt að vera með kastarana á. Og svona til að láta fólk vita, það að vera með kastarana á eyðir ekkert meira bensíni. Kannski 50 mL á hundraði ekki meira. Ef einhver vill andmæla þessu vil ég fá áræðanlegar heimildir um þetta mál, annars gef ég ekkert fyrir þetta. En ég vil líka fá skoðanir hjá fólki á það að vera með kastarana á.
Ég mun ekki láta kúa mig af fíflum heimsins. Og ég veit að ég stafset ekki vel.