Ég er nú einn af þeim sem hefur verið á móti árásunum í Afghanistan og finnst ofbeldi ekki leysa neinn vanda. En hvað er þá hægt að gera? Það er alveg augljóst að eitthvað verður að gera. Allavega að ná í Bin Laden og handtaka hann. En um daginn sá ég þátt um Afghanistan þar sem bresk fréttakona fór til afghanistan til að athuga aðalega stöðu kvenna þar sem er sama og ekki nein. Oft lagði hún sig í lífshættu við að vera þarna og komst af þessum ógeðslegu hræðilegu atburðum sem talibanastjórnin er að framkvæma. Aðal skemmtunin í Afghanistan virðast vera aftökur af blásaklausu fólki og mætti hver sem er búast við að láta drepa sig. Knattspyrnuvöllurinn í Kabul sem Afganir fengu styrk til að byggja er aðal aftökusvæðið en þar er fólk hengt í markslánum, og skotið inná vellinum meðan fólk horfir á. Þetta var ekki beint fögur sjón og bendir hreinlega til hversu hræðilegt er að lifa í þessu landi meðan talibanastjórnin er við völd. Auðvita er rétt að gera innrás í þessu landi meðan talibanastjörnin er við völd og koma í veg fyrir þennan hrylling. Þrátt fyrir að hafa verið á móti þessu í fyrstu þá er ekki hægt að vera með þessum aðgerðum eftir að hafa séð þessa atburði.