Ég fór inní kirkju í dag (ekki að mínum vilja) og það fyrsta sem mér datt í hug var pengingaeyðsla, enda finnst mér alveg með ólíkindum hvað miklum fjármunum hefur verið eytt í kirkjur, viðhald þeirra og annan kostnað, svo sem laun presta og kirkjuvarða.
Hér á Íslandi mætti fækka kirkjum örugglega um svona helming, ef ekki meira hér í bænum, veit t.d. um eina kirkjusókn í Finnlandi þar sem það er heill bær (50 þús íbúar + einhverjir rétt fyrir utan bæjinn) eru með eina kirkjul. Þetta er auðvitað kirkja sem er ágætlega stór (samt ekkert ofurstór) og ætli þetta sé ekki ódýrara en litlar eða miðlungsstórar kirkjur með 5 km millibili ?
Allaveg finnst mér peningar skattborgara far illilega í súginn þarna.

Þetta er ein af þeim ástæðum afhverju ætti að aðskilja ríki og kirkju 100%

p.s. ef þú kemur með rök fyrir því að 90%> eru í þjóðkirkjunni taktu þá eftir hvað það eru margir í henni sem pæla bara ekkert í því og hafa bara ekki haft sig í það að afskrá sig. Svo er þetta líka svo mikil hefð hér á landi, það eþekkist varla neitt annað en kristni.<br><br>

- Steini -
Kv, Steini