http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1233569

Mikil spenna er í Jerúsalem vegna fyrirhugaðrar gleðigöngu samkynhneigðra Gay Pride í borginni á föstudag. Til óláta hefur komið á götum borgarinnar undanfarin kvöld þar sem bókstafstrúaðir gyðingar hafa mótmælt göngunni. Þá hafa skipuleggjendur göngunnar greint frá því að þeim hafi verið boðið mikið fé fyrir að flytja gönguna annað. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Uri Lupolianski, borgarstjóri Jerúsalem, var grýttur af mótmælendum í gærkvöldi en Lupolianski, sem sjálfur er bókstafstrúargyðingur, hefur hvatt til þess að göngunni verði aflýst. Hæstiréttur landsins veitti leyfi fyrir göngunni fyrir nokkrum mánuðum en lögregla hefur nú neytt skipuleggjendur göngunnar til að breyta fyrirhugaðri gönguleið og til stendur að 12.000 lögreglumenn standi vörð um gönguna. Þá verða þrjú mál tekin fyrir í hæstarétti landsins síðar í dag, en þau eru öll höfðuð af andstæðingum göngunnar í því skyni að fá hana bannaða.

Frábært að hæstirétturinn hafi samþykkt gönguna, allt benti til þess að gangan yrði færð til Tel Aviv. Finnst samt flutningurinn vera ósanngjarnt þegar kemur að bókstafstrúuðum, það eru nefnilega ekki bara gyðingar heldur einnig múslimar sem hafa mótmælt göngunni. Bara svo það sé á hreinu :) En já þó að margir í borginni séu trúaðir þá réttlætir það ekki að banna göngur eins og þessa. Vona að bókstafstrúarmenn haldi sig bara heima, fleiri búa í borginni en þeir.