Ísland-skítugasti útnári Evrópu
Táknmyndin Ísland er víða sköpuð, hún birtist í fréttum, listum, ásýnd landsins sjálfs, í hugum og verkum þeirra sem landið byggja, í bókmenntasögu þjóðarinnar en ekki síst er hugmyndin um Ísland og Íslendinga sköpuð af stjórvöldum á Alþingi Íslands. Sjálfsmynd þjóðarinnar hefur endurspeglast í kuldablárri víðáttu, tímaleysi og hreinleika fjallkonunnar, framan af. Á þenslutímum þeim sem ríkjandi eru í dag virðist þó sem ímynd þjóðarinnar skuli hverfa frá hinni fagurbláu og hreinu 19. aldar rómantík yfir í hið hraða, skilvirka, verksmiðju umhverfi sem einkennir öfugsnúna framfarhyggju stjórnvalda. Hugmyndafræði er ein stærsta söluvara nútímans, bilið á milli sápu-stikkis og sápu-stikkis er bil humyndafræðinnar, það er stórt bil. Ferðamannastaðurinn Ísland er að miklu leiti hugmyndafræði eða táknmynd. Mynd sem hefur verið að taka óafturkræfanlegum breytingum. Í stað fagurblárra fjalla og stoltrar fjallkonu birtist Ísland í erlendum miðlum og endurspeglast þaðan aftur til íslensku þjóðarinnar sem stærsti álframleiðandi Evrópu. Í stað þess að huldufólkið dansi hljóðlega yfir svell og bláa ísa, dansa nú léttlindar ungar konur í neonljósum næturlífsins í Reykjavík, borginni sem aldrei sefur. Hlutlausri friðelskandi eyþjóðinni hefur verið skipt út fyrir herskáa fylgendur Íraksstríðs og óvægna jöfra viðskiptana. ,,Púra” Ísland er ekki lengur til, hálendið er ekki lengur ósnert víðátta og álfkonurnar orðnar hluti af hrunadansi miðbæjarins. Nú gnæfa álrisar yfir föllnum torfbæjum í stað fjalla og trölla. Konkretljóðið Ísland lýtur út eins og forsíðan á ljóðabók Sverrirs Stormskers Með ósk um bjarta framtíð frekar en að kallast á við óræð málverk Kjarvals. Vera kann að ég dragi hér upp of svarta mynd af sjálfsmynd þjóðarinnar, kannski lýsir þessi mynd aðeins afturhalsdssinnanum mér en það er þó mynd sem leit allt öðruvísi út fyrir Kárahnjúka og Íraks fíaskóið. Það er ekki langt síðan Íslendingar voru í mínum huga þjóð sem hafði látið mannasetningar trúarbragða sig litlu skipta, staðið framalega í baráttunni fyrir umhverfisvernd og bjóst ég jafnvel við að hér liti dagsinns ljós mengunnarlaus bílafloti og eða reiðstígar við hliðina á hjólreiðastígum frá hesthúsahverfunum við borgarjaðrana, þegar fram liðu stundir. En Íslendingar samþyktu aðild að trúarbragðastríði Bandaríkajmanna í Írak, sækja um aukinn mengunnarkvóta í stað þess að umhverfisvæða bílaflotann og státa sig af hreinum víðáttum. Það er stuttur vegur milli þess að Bláa lónið sé náttúruundur eða verksmiðju úrgangur, að Ísland sé varðveitt táknmynd hreinleikans eða skítugasti álframleiðandi Evrópu. Spurningin sem sagan mun svara er þó einföld, verður ímynd þjóðarinnar bjargað eða höfum við þegar stigið skrefið til fulls?