Jæja ég rakst á þetta þegar ég var að skoða b2punkturis, þar sem linkur var lagður inn á heimasíðu vísirs og þar var eftirfarandi frétt:

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061026/FRETTIR02/61026054/1091

og í fréttinni er linkur á undirskriftasöfnun til Færeyskra stjórnvalda að banna níð á kynhneigð og mismununar vegna hennar.

www.act-against-homophobia.underskrifter.dk

Margir kannast eflaust við þetta mál:
http://www.ruv.is/heim/vefir/poppland/meira/store159/item90955/ og ítarlegi frétt um þetta er að finna á vef Samtakanna78 http://www.samtokin78.is/?PageID=30&NewsID=2282

Mér finnst bara sorglegt að land sem maður hefði talið vera sæmilega siðmenntað, þar sem vitsmunir væru í hávegum hafðir, skuli ennþá vera svo langt á eftir nágrönnum sínum. Og áður en a við vestræn ríki förum að setja okkur á háan hest gagnvart “ofsatrúarríkjum” að þá ættum við kannski að hreinsa fordómana og ofsana úr okkar eigin þjóðfélögum.

Svona lagað á ekki að líðast í nútímasamfélögum og ljóst er að Færeyingar eiga langt í land ef þeir vilja teljast með “þróuðum” ríkjum í hóp, plús það að þetta jarðar á við mannréttindabrot.

Bætt við 27. október 2006 - 12:42
Haha, síðan eru núna komnir einhverjir 4 linkar frá b2 í dag á undirskriftalistann, það er naumast að íslendingar taka fljótt við sér, hehe.