Maður er varla búinn að jafna sig á því þegar því var haldið fram að 100.000 manns hefðu fallið í Írak, núna kemur þessi vitleysa frá Bandarískum háskóla rétt fyrir kosningar þar í landi. Því er haldið fram að 655.000 manns hafi látið lífið vegna Íraksstríðsins, þrátt fyrir aðeins hafi verið talin tæplega 50.000 dauðsföll auk þess að opinber dánartíðni í landinu hefur lækkað ár hvert frá 2003. Núverandi dánartíðni í Írak er 5.37 (af hverjum 1000 íbúum) á meðan meðaltalið var 10+ á valdartíma Saddams. Furðulegt hvernig rannsókn frá einum háskóla verður allt í einu alþjóðafrétt, eftirspurnin er greinilega mikil þegar kemur að neikvæðum fréttum um Írak.

Óháð því hver afstaða ykkar er gagnvart stríðinu, þá vona ég að sem fæst ykkar falli fyrir þessum pólitíska áróðri.