Enn og aftur reyna valdamenn vesturveldanna að afsaka okkar blessaða hryðjuverkastríð. Í þetta sinn var það Bush:
***
„Svona röksemdafærsla byggir á því að við gleypum við þeim áróðri að með því að ráðast á þá séum við að ögra þeim. Við sköpum ekki hryðjuverk með því að berjast gegn þeim.”
***
Þetta hafði vefmiðill morgunblaðsins eftir honum.
***
Einmitt hr. forseti, skarplega athugað. Ofbeldi leysir alltaf vandan.
***
Það er nokkuð greinilegt að forsetinn hefur aldrei heyrt talað um mannlega hegðun sem kallast mótspyrna, eða kannski ekki „mannlega“ því liggur við allar lífverur í jarðríki sem geta hreyft sig ástunda slíka hegðun.
***
Samt heldur forsetinn að terroristar sitji lamaðir með puttann upp í nefinu á meðan kauði níðist á menningu þeirra.
***
Tvem erlendum fréttainnskotum neðar fékkst svo staðfesting á því að Íranar voru allan tíman að reyna að þróa sér atómbombur.
***
Ég vissi alltaf að hryðjuverkastríðið væri háð milli ills og ills. En eftir þessi ummæli Bush er greinilegt að það er heimskir á móti illum sem etja kappi í núverndi heimsmynd.