Það efast enginn um hvað bandaríkjamenn hafa þurft að ganga í gegnum eftir hryðuvekin umtöluðu. Þessi árás er orðin sér kafli í sögunni og eflaust verður enn rætt um hann löngu eftir að ég verð kominn undir græna torfu.

Bandaríska þjóðin breyttist og á eftir að breytast meira í kjölfar þessara voðaverka. Nú sem aldrei fyrr eru bandaríkjamenn sameinaðir, allir hjálpa til, allir lifa í sátt og samlyndi. Allt í einu gýs upp þessi svakalega þjóðerniskennd sem margir myndu segja að hefði nú verið nóg fyrir.

Það þarf ekki að líta lengar en á Skjá Einn. Þar er daglega sendur út “The tonight show with Jay Leno” sem var fyrir árásirnar einn besti “tonight show” bandaríkjanna. En þar sem einu sinni var gert hispurslaust grín af stjórnvöldum og hegðun bandaríkjamanna, keppist nú fólk við að koma og segja hve mikið þau elski nú bandaríkin og svo ég tali nú ekki um rauða, bláa og hvíta stoltið þeirra.

Það er skiljanlegt að fólki stappi stálinu í hvort annað og standi saman um að byggja aftur það sem eyðilagt var en er þetta ekki full mikið af hinu góða??
Magnus Haflidason