Ég er nú nokkuð hissa á að þetta málefni hafi ekki ratað inn á deigluna fyrr. En ég vil aðeins fá upp umræður um auglýsingu sem birtist í mogganum seinasta laugardag, frá “Samvinnuhópu kristilegra trúfélaga” eða eitthvað annað rugl. Auglýsinguna má í heild sinni sjá hér http://www.orvitinn.com/myndir/2006/fjarlsurvidjumsamkynhneigda.html. Sjálfum finnst mér þetta alveg fáranlega siðlaust, erum við allt í einu komin til miðalda eða hvað?

Einnig er líka hægt að setja spurningu við ritstjórn Moggans sem ákvað að birta þessa auglýsingu, sjálfur hefði ég aldrei nokkurn tíman látið birta svona sora í mínu dagblaði en ef til vill var ritsjórn Moggans með tjáningafrelsið fyrir augunum þegar hún tók þessa ákvörðun, allt í góðu með það.

Hvaða fólk er þetta, sem stendur að baki þessari auglýsingu, því mig langar að heimsækja það og segja nokkur vel valin orð við þetta lið og senda það á námskeið í almennum mannasiðum og hegðunareglum.