Bandaríkjaforseti hefur staglast á því að árásin sem gerð var á Bandaríkin í síðustu viku hafi verið stríðsaðgerð en ekki hryðjuverk sem slíkt. Þá þykir mér vera komin upp skrítin staða, sé þetta tilfellið. Verði bin Laden handsamaður þá hlýtur hann að teljast vera stríðsfangi samkvæmt túlkun Bandaríkjaforseta. Samkvæmt Genfarsáttmálanum má aðeins spyrja stríðsfanga um nafn og númer, síðan verður að hýsa þá og gefa þeim að éta og sleppa þeim síðan að stríði loknu. Líflát og ill meðferð á stríðsföngum er óheimil. Hafa Bandaríkjamenn málað sig út í horn í þessu máli?