Hvað þýðir það að vera kristinn? Það gæti verið að spyrja um tvennt í skoðanakönnuninni hérna, annars vegar hve margir tilheyra kristinni kirkju á Íslandi og hins vegar hve margir trúa á upprisu Jesú Krists. Ástæðan fyrir því að ég velti þessu fyrir mér er sú að nokkrir hafa svarað að um 90-100% Íslendinga séu kristnir.

Nú þykir mér reyndar ólíklegt að verið sé að spyrja hve margir tilheyri kirkjunni. Það er bara spurning um staðreynd. Þá mætti allt eins spyrja: Hve margir búa í Hafnarfirði?

En sé nú verið að spyrja um það hve margir eru raunverulega kristnir hér á landi þá er ég hræddur um að þeir séu færri en tilheyri þjóðkirkjunni. Það er nefnilega ekki nóg að trúa á “eitthvað gott afl” eða “hið góða”; Það gerir mann í sjálfu sér ekki að öðru en platonista. Til að vera kristinn þarf maður að trúa á upprisu Jesú Krists. Það er kjarni trúarinnar.

Hvað finnst ykkur?<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________