Samfylkingin heldur áfram að berjast fyrir því að bensínskattur verði lækkaður TÍMABUNDIÐ. Forsætisráðherra svarar að það komi ekki til greina vegna þess að hann telur að að heimsmarkaðsverð sé ekkert á leiðinni að lækka. Sem sagt það á að halda áfram með ósanngjarnan öfgaskatt/gjöld í samræmi við hækkandi heimsmarkaðsverð. Þetta er nú frekar fáránlegt, engar raddir fyrir því að það verði lækkað endanlega í pólitíkinni. Hversu oft þarf að draga það upp að aðeins 1/3 fjármagnins endar í vegakerfinu, á meðan 2/3 fer fyllir ríkiskassann af gróða? Svo heyrast reglulega þær raddir að það eigi að niðurgreiða meira strætó eða jafnvel gera hann ókeypis, á meðan stór meirihluti þjóðarinnar sem kýs einkabílinn er að borga miklu meira en þarf til þess að reka vegakerfið.

Ef að stjórnvöld myndu lækka gjöld og skatta þannig að það sé nákvæmlega í samræmi við rekstur á vegakerfinu þá væri bensínverðið líklega í kringum 100 kr en ekki 130-140. Við erum einkabílaþjóð og það er óþarfi að traðka endalaust á manni fyrir það að kjósa þennan sjálfsagða lífsstíl í nútíma þjóðfélagi. Svo ætla þeir líka að nota hluta af sölugróða Símanns til þess að setja í vegakerfið, sem eru önnur rök fyrir því af hverju það er sjálfsagt og mögulegt að lækka bensínskattinn í dag. Þeir reyna að hafa þetta kerfi eins flókið og mögulega hægt er svo að hinn almenni borgari áttar sig ekki á því hversu mikið fer í skatt og svo hversu mikið endar í vegakerfinu. Í raun væri meira vit að fella algjörlega niður öll gjöld og skatta og hafa frekar “áskrift” að vegakerfinu t.d. í mánaðarlegum gjöldum. Setja það í lög að allur peningurinn fer beint í vegakerfið (en ekki gróða til þess að geta byggt tónlistarhús og fleira kjaftæði) og þá verður það miklu sýnilegra hversu mikið maður er að borga í vegakerfið þegar það er eitt vegakerfiðsgjald sem maður sér hækka eða lækka.

Dýrasta bensín á vesturlöndum þrátt fyrir að við höfum heimsmet í einkabílum. Gífurlegur kostnaður sem lendir á fjölskyldum landsins og enginn vilji til þess að breyta þessu óréttlæti. Væri gaman að sjá Samfylkinguna hætta að tala um tímabundna lækkunn. Það á ekki að vera þannig að það sé niðurgreitt fyrir mann bensín rétt á meðan heimsmarkaðsverðið er hátt, frekar að fara þá sanngjörnu og eðlilegu leið að lækka það almennt í samræmi við rekstur á vegakerfinu. Svo væri líka gaman að sjá fleiri flokka styðja þetta. Ótrúlegt hvernig það er ríkjandi í pólitíkinni að halda áfram með þetta kerfi þó að meirihluti þjóðarinnar sé ósáttur. Finnst okkur svona gott að láta traðka á okkur? Lýðræðið er ekki að standa sig.