Tekið af textavarpinu:
Bandaríkjaþing hefur heimilað
forsetanum að beita herafla landsins
eftir þörfum til að ráða niðurlögum
þeirra sem stóðu fyrir árásunum á
þriðjudag. Forsetinn má beita
nauðsynlegu hervaldi gegn löndum,
samtökum eða einstaklingum <b>sem hann
telur</b> tengjast árásunum.

Það eru mikil völd og mikil ábyrgð sem lögð eru á hann Bush.
Það er þannig séð ekkert sem stöðvar hann í að varpa sprengjum á Ísland ef hann telur að einhverjir Íslendingar hafi átt hlut að máli.
Við skulum allavega vona að hann túlki ekki orð sumra stjórnmálamanna jafn frjálslega og nokkrir sjálfstæðismenn.

Hvað finnst ykkur um þetta vald?
Og mundi ykkur finnast ef þið byggjuð ekki einni af “góðu” þjóðunum?

Kveðja,
Ingólfur Harri