Já… verð nú að segja að sem stuðningsmaður núverandi bæjarstjórnar lítur þetta afar illa út um þessar mundir.
Allt virðist stefna í það að næsti meirihluti verði myndaður af 3 flokkum sem njóta ekki einusinni stuðnings meirihluta bæjarbúa. Hermann bæjarstjóri þrátt fyrir að flestir bæjarbúar kjósi Kristján Þór, þetta á ekki eftir að verða gott, Samfylkingin hlítur að láta undan þessari vittleysu að krefjast þess að fá bæjarstjórasætið og semja bara við Sjálfstæðismenn, finnst þeim ekkert að því að krefjast þess að fá bæjarstjórasætið þegar þeir eru ekki einusinni stærsti flokkurinn? Samfylking er hér í stöðu til þess að vera partur af einum öflugasta meirihluta sem verið hefur í bæjarstjórn á Akureyri, en í staðin virðast þeir ættla að stofna einhvern tussu meirihluta með 3 flokkum, skil ekkert í þessu.