Mbl: ‘'Bandarískur prestur, Gerald Robinson, hlaut í dag 15 ára fangelsisdóm fyrir að myrða 71 árs nunnu, Margaret Ann Pahl, fyrir 26 árum. Robinson kyrkti nunnuna og stakk hana 31 sinni með hnífi þegar undirbúningur fyrir páskamessu stóð yfir í kapellu Mercy spítala í Toledo árið 1980. Presturinn var handtekinn 24 árum síðar eftir að ný sönnunargögn komu í ljós vegna nýrrar tækni við greiningu lífrænna sýna af morðstað.

Blóðblettir í klæði sem fannst í skrifborðsskúffu prestsins þóttu sanna að presturinn hefði drepið nunnuna en auk þess gáfu þrjú vitni sig fram sem sögðust hafa séð til prestsins á staðnum um svipað leyti og morðið var framið. Þegar lögreglan handtók hann fundust hundruð ljósmynda af líkkistum og líkum á heimili hans.

Presturinn stakk munstur í nunnuna, öfugan kross, og smurði blóði á enni hennar að því er talið er til að niðurlægja hana. Sky fréttavefurinn segir frá þessu.’'

Það gerist mjög oft að prestar noti ‘starf’ sitt til þess að fela eitthvað sem þeir hafa gert. Þetta er það nýlegasta sem ég hef heirt um íllverk prests, annars hef ég heirt margt annað.