já, var að lesa hérna að neðan kork um kristni, og allt það slæma og asnalega sem stendur í Biblíunni. ég hélt fyrst að allar þessar tilvitnanir væru orðréttar úr Biblíunni en við nánari athugun kemur í ljós að þetta er eingöngu túlkun eins mans á ýmsum versum sem eru þar.
Mér finnst þessi túlkun einkennast rosalega mikið af einhverri gremju og því að reyna draga upp eins dökka mynd og mögulegt er af því sem sagt er. Setningar eru þarna kliptar úr samhengi og skellt saman eingöngu vegna þess að þá lítu þetta verr út, afhverju eru menn að því? Afhverju skoða menn ekki málið bara frá eðlilegu sjónarhorni? Þessi skrif mynntu rosalega á þegar einhver ofuröfgafullir vinstrimenn eru að skrifa áróðurspistla um ríkisstjórnina þar sem hún er rökkuð niður í skít og góðum hlutum kyppt úr samhengi og þeir látnir líta illa út.

Annað sem ég fór að pæla í þegar ég las þetta var það afhverju menn leggja svona mikkla vinnu í það að snúa fólki gegn trúarbrögðum? Mér finnst skiljanlegt þegar fólk reynir að snúa trúlausum og fá þá til að trúa, því að í augum okkar trúuðu bíður eilíf glötun þeim sem ekki trúa, og viljum við þá að sjálfsögðu reyna koma í veg fyrir það, en þeir sem ekki trúa, og eru að reyna fá fólk til að hætta því, hvaða ávinning hafa þeir?