Fréttaflutningur Dv


Starfsmanni Dv varð á í messunni í dag. Hann birti ranga mynd við umfjöllun um dóp innflutning.

Hver maður gerir mistök. Blaðamaður Dv fór á netið, skrifaði nafn þess sem hann taldi vera að flytja inn dóp, fékk ranga mynd. Myndin sem leitinn skilaði var af afrekskonu á skíðum. En svona getur hent hverja manneskju. Við erum öll mannleg og við gerum mistök.


Þá leiðir hugann mann að tilgangi fréttarinnar. Hún er að fjalla um einstakling sem flytur inn eiturlyf. Sumum finnst eiturlyf ekkert slæm. Fleirum finnast þau vond. Láttu það liggja milli hluta. Dv fjallar örugglega um þetta af því að þeir telja sig þurfa þess. Þeir eru að reyna að selja fjöldanum. Fjöldi segir nei við dópi. Lögin eru sama sinnis.
Annað sem Dv telur sig vera að gera er að tækla sögusagnir. Fólk slúðrar, fólk dæmir og fólk kemur höggi á andstæðinga sína með að slúðra. Getur það líka af því fólk dæmir án þess að vita staðreyndir málsins. Þannig Dv tekur þetta slúður og tæklar það. Fólk getur ekki stoppað slúður. Slúður er undir radarnum. Það er hvergi skjalfest. Eða var það ekki þangað til að Dv fór að fjalla um það. Nema það gerir það betur en gróa á leiti . Það reynir að kynna sér málið. Það gerir það ekki alltaf vel og það getur það ekki alltaf. Ekki frekar en dómskefið getur sannað allt fullkomlega. Ekkert mannanna verk er fullkomið. En við reynum!


Þegar Dv birtir eitthvað. Sérstaklega ef það er rangt getur viðkomandi séð þessar röngu ásakanir og svarað þeim. Það er ekki hægt þegar fólk slúðrar.

Ef fólk segir Dv skoðanna myndandi. Þ.e. að fólk sé dæmt af götunni eftir eina fyrirsögn. Þá er það vandamál þess fólks sem dæmir eftir því. Ekki Dv.

Ekki skjóta sendiboðann.