Þessi grein verður stutt og skorinorð (vona ég), því biðst ég afsökunar.

Ég vona að einhverjir muni enn eftir því þegar Strætó bs. var stofnað og það kom einhver gaur í Kastljósið/Deigluna og varði nýju gjaldskrána með því að segja að Græna Kortið hefði lækkað í verði, og það væri á leiðinni nýtt kort sem yrði líklega kallað Rauða Kortið (heimskulegt nafn, rautt merkir Stopp eða farðu í sturturnar) sem átti að duga til þriggja mánaða, og það yrði gefið út í haust með námsmenn í huga.
Jæja, hann laug! Ég hringdi í dag og þjónustustúlkan kannaðist ekkert við þetta né yfirmenn hennar, ekki nóg með það að ég hafi verið blekktur sem og Alþjóð heldur nánast ásakaði hún mig um að vera að ímynda mér þetta. Gæti ég VERIÐ móðgaðri! Ég talaði við einn yfirmannana fyrir mánuði og við skulum bara segja að hann hafi látið vel eftir “geðveiki” minni. Allavega: Strætó Screws Us Over Once Again!