Það var athyglisvert að lesa viðtal við Einar Ágúst Viðisson söngvara í Skítamóral í DV, laugardaginn 18. ágúst sl.
Þar fjallar hann um reynslu sína úr skemmtana bransanum og þá lífsýn sem hann hefur öðlst með auknum andlegum þroska. Meðal annars segir hann frá því að hann var að spila á Eldborg um verslunarmannahelgina og sagði orð rétt “Mér blöskraði viðbjóðurinn, stjórnleysið, siðleysið og ofbelið sem blasti við á Elborgarhátíðinni. Stjórnleysið birtist í stöðugri fleiri og frófari líkamsárásum og nauðgunum. Grimmdin og ógeðið var gríðarleg og það fór allt úr böndunum. Það er mikið tvöfalt siðgæði í gangi í samfélaginu og það virðist vera að þegar stórar útihátiðir eins og þessi eru haldnar þá telji fólk allt í lagi að það verði hreinlega að dýrum. Við þessar aðstæður verður maðurinn verri en lægst settu dýrin. Hvað þarf að nauðga mörgum og myrða marga áður en eitthvað verður að gert?”
Ég tek undir þessi orð Einars, einnig þar sem hann deilir á frelsið: “Þegar skemmtistaðir fengu að hafa opið lengur jókst örugglega sala á amfetamíni stórlega því áfengi er aðeins örvandi að vissu marki og fólk þarf að geta vakað lengur. Við erum alltaf að gefa rýmri og rýmri lög en vitum samt nákvæmlega hverjar afleiðingarnar verða: Meiri neysla áfengis og fíkniefna. Þarf alltaf að vera að finna upp hjólið? Ungir pólitíkusar í dag eru margir hverjir að tala um lögleiðingu fíkniefna. Þeir sýna okkur að mennt er hættulegur máttur. Það eru falsaðar staðreyndir í gangi um afleiðingar þess meðal annarra þjóða. Afleiðingar neyslunnar eru alltaf þær sömu, það skiptir engu máli hvort það er löglegt eða ekki. Ég þekki fólk sem hefur reykt hass í 20 ár og verður aldrei samt aftur. Sum áhrifin á taugakerfið ganga ekki til baka og þetta eiga menn að vita:”
Þarna hittir Einar nákvæmlega naglan á höfuðið. Ég hvet alla til þess að lesa grein þessa í heild sinni.