Þessar heimsóknir til Frakka og Rússa og viðræður Hr. Haarde við kollega sýna vekja athygli mína nú, sérlega í ljósi nýlegrar ákvörðunar BNA manna við að draga herlið sitt á brott. Á síðu Utanríkisráðneytisisns er þetta kallaðir “vinnufundir” en hvað þýðir það og mig langar að vita hvort þetta hafi verið löngu undirbúnir fundir eða hvort þeir hafi verið ákveðnir mjög nýlega í “ljósti aðstæðna”

Sumir telja eflaust að þetta sé gert til að hrella Kanana en ég vona að þetta hafi verið löngu undirbúnir fundir, því fátt þætti mér nú hallærislegra en ef þetta ætti að vera e.h. hótun frá okkur til USA, það væri svona álíka barnalegt og þegar smákrakki í fýlu sparkar í tána á pabba sýnum. En þetta virðist vera nokkuð útbreydd skoðun margra að það sé mjög gaman að gera Kananum e.h. skráveifu sem þeir svo varla taka eftir hvort sem er.

Dæmi um þetta er þegar við tókum við geðsjúklingnum Fisher, þá man ég hvað útvarpsmaðurinn gerði sig að litlum manni þegar hann lýsti yfir hvað honum þætti flott að við pirruðum Kanann á e.h. með þessu,aumingja kallin.