Ég hef lengi verið að pæla í þessu og ákvað loksins að nenna að skrifa þetta inn á Huga.is.
Það sem ég var að pæla er að það er alltaf talað um að “Leifur Heppni fann Ameríku” eða “Nei, Kólumbus fann Ameríku” o.s.frv.
Bjuggu ekki einhverjir þarna í mörg þúsund ár áður?
Mér finnst bara djöfulsins hræsni að halda því fram að einhver hvítur maður hafi fundið álfu sem hafði verið byggð af Indjánum í mörg þúsund ár.

Og svo komu bölvaðir Bandaríkjamennirnir, slátruðu Indjánunum og settu restina á “verndarsvæði” sem eru minni en ekki neitt.

Er þetta ekki langskýrasta dæmið um þennan ógeðslega yfirgang og egó Bandaríkjamanna?