Mig langaði aðeins að kvarta yfir útvarpsfólkinu okkar sem er annars eflaust ágætis fólk. Málið er það að nánast allir sem láta heyra í sér í útvarpinu í dag þurfa að þilja upp stuttu fréttirnar af mbl.is ! Hafið þið ekki tekið eftir þessu? Þau halda öll að þau séu voða sniðung þegar þau lesa þessar fréttir en gera sér enga grein fyrir að 90% af útvarpshlustendum þann daginn eru þegar búin að heyra þessa frétt, oft mörgum sinnum! Í mínu tilfelli þá er ég lang oftast líka búin að lesa þær sjálfur!

Þetta er svosem ekki merkilegt kvörtunarefni en þetta er farið að fara pínu í pirrurnar mínar. Ég var til dæmis að keyra í vinnuna í gær, það tekur ca. 10 min. Þar heyri ég frétt sem ég las af mbl daginn áður, ég skipti um stöð og þar er hún líka!! Í morgun gerðist það sama nema þá hafði ég ekki lesið hana fyrr en ég sá hana á mbl í morgun.

Útvarpsfólk: hvernig væri að fá smá frumlegheit og finna nýjar fréttir?

Well, thats all.. :)