Hvernig lýst ykkur á álver og hvað er gert í því?

Mér lýst ekki vel á þessa hugmynd þar sem það er nú þegar komið alveg nóg af álverum. Nú á að fara að byggja annað álver á Húsavík sem á að veita öllum vinnu og mengun, auk þess að fara yfir mörk Kyoto sáttmálans. Ekki má gleyma hverjir vinna þessar vinnur, það mun vera einhver hluti af Húsvíkingum og nágrenni, annað fólk verður ábyggilega fólk af erlendum uppruna. Til hvers er gert álver á Íslandi, jú það er útaf ódýru rafmagni, auk þess má ekki gleyma íslensku tollunum sem lagt er á álið, íslenska ríkistjórnin mokar inn peningum af þessum iðnaði. Hví er ekki byggt eitthvað annað en álver. Hvers vegna að virkja allar vatns auðlindir Íslendinga þegar rafmagnið er aðallega notað í álver, það væri hægt að gera margt annað sem gæti nýst fólki mun betur. Það væri hægt að gera vetnisver, þar sem það kemur enginn mengun af klofnun vatnsins og það er líka orkufrekur iðnaður, að rafgreina vatn. Ferlið þar sem vatn væri klofið í frumefni sín, vetni og súrefni. Þar væri vetnið látið í sérstaka tanka þar sem venti myndi taka á sig fljótandi form, er hægt væri að nota á bíla, skip, flugvélar og öll farartæki sem hægt væri að dæla á.