Hvernig stendur á því að við Íslendingar erum alltaf að bera okkur saman við erlendar þjóðir og ætlumst til að allt sé eins hér. Við verðum að gera okkur grein fyrir því hvernig ástandið var er við tökum við landinu af Dönum. Ég held að ég sé ekki mikið að ýkja þegar að ég segi að hér var EKKERT og höfum við þurft að byggja upp landið frá grunni. Tel ég það sem forfeður okkar hafa gert á síðastliðinni öld kraftaveki líkast og ergir það mig mjög að heira ungt fólk í dag kvarta yfir að allt sé svo slæmt hér og þjóðvegurinn ekki kláraður o.s.frv. Við verðum að gera okkur grein fyrir hvar við búum og við hvaða aðstæður við lifum við.