Ég er að vera búinn að fá mig full saddan af fornarnarrusli. Jú Jú, það er kannski þörf á því en það má alveg hafa það innan velsæmismarka.

Um daginn var ég á forvarnarfundi (Ofsaakstur) þar sem eitt slagorðið var: “Hraðakstur leiðir oftast til dauða!”

Mér blöskraði. Ég spurði hvernig ‘harðakstur’ væri ákvarðaður og hún tjáði mér að það væri yfir 90km/klst.
Ég sagði þá og segi nú að það hreinlega stenst ekki. Enginn sem ég þekki keyrir undir 90 á þjóðvegunum. Ég gef mér það bessaleyfi að túlka oftast sem meira en helmingur og þar af leiðandi ætti helmingur þjóðarinnar sem keyrt hafa á þjóðvegunum að vera dauð. Ég er ekki svo fljótur að reikna í huganum en þar sem ‘aðeins’ 18-25 manns deyja í umferðinni á ári hverju hugsaði ég með mér: Not a break (ekki möguleiki)

Hvað segið þið?
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig