Það hefur margoft komið fram í könnunum að íslendingum finnst lítil spilling vera á Íslandi.
Og þrátt fyrir ómerkilegar slúðurfréttir um fyrirframákveðnar stöðuveitingar, laxveiðiferðir, einstaka trékofa og sitt hvað fleira þá lætur landinn ekki plata sig.
Á Íslandi fyrir finnst næstum engin spilling!

Já við höfum verið sannfærð um það að hér sé besta stjórn í heimi.
Og þegar við munum skrifa undir gjaldþrots-pappírana þá munum við þakka fyrir að hafa sjálftæðisflokkinn í stjórn því án þeirra værum við í vanda stödd.

Æi þetta er nú bara gott á okkur íslendinga því það erum við sem höfum kallað þetta yfir okkur.

Lifið heil,
Ingólfur Harri