Evrópa hefur verið “á borðinu” hjá Al-Qaeda í mörg ár ásamt Bandaríkjunum. Mjög pirrandi þegar fólk heldur því fram að heimsálfunni hafi verið bara bætt inn á eftir innrásina í Írak. Það getur vel verið að frelsun Íraks hafi viss áhrif á tímasetningu og staðsetningu slíkra árása, en það er ekki rétt að halda því fram að Evrópa hefði verið hryðjuverkalaus ef engin Evrópulönd hefðu blandað sér í Írak.

Ég var að horfa á frétt um gómaða hryðjuverkamenn í Danmörku sem ætluðu mögulega að fremja slíka árás í Danmörku eða öðrum Evrópuríkjum. En eru lönd eins og Þýskaland og Frakkland örugg með það að verða ekki fyrir árásum aðeins af því þau voru á móti frelsun Íraks? Er það kjánaskapur hjá þeim að einnig auka öryggi nú á breyttum tímum?

Þó fjölmiðlar hérlendis hafi ekki tekið það upp þá er búið að komast upp um að Al-Qaeda séu búin að vera með það á borðinu að skjóta niður farþegaþotur í Frakklandi með flugskeytum… http://news.yahoo.com/s/ap/20051028/ap_on_re_eu/france_terrorism
Evrópa ætti í heild sinni að aðstoða Bandaríkjamenn í hryðjuverkabaráttunni. Það virkar ekki að draga sig til baka og vona að vandræðin hverfi.