Já, þetta er sterkt orð og dómur fyrir þann sem verður fyrir, en það er ekki svo langt síðan í raun að fólk var dæmt til þess að deyja hér, 3-4 mannsaldrar. Mér var hugsað til þessa þegar maður les umsagnir margra varðandi sérstaklega nauðgunarmálin, þar sem margir vilja helst nota miðalda refsingaraðferir til að refsa þeim seku og ekki ætla ég að ganrýna það, glæpamenn fá nú almennt alltof mjúka meðferð, og spurningin er hvort við séum á villigötum með refsingar. Að vísu er samfélagið og dómsvaldið í mestu vandræðum með skilgreiningu á dómum, hvort þeir séu refsing eða “betrunarvist”, en við vitum öll um ruglið sem á sér stað í fangelsum landins þar sem veður allt í dópi. Mér fannst alltaf sérlega fáránlegt þegar vanvitar eins og Sólveig Pétursdóttir (Jeg kommer, jeg kommer !) talaði um dóplaust Ísland árið 2000, á meðan tókst ekki að gera fangelsin dóplaus !

En hvað erum við á Vesturlöndum að segja öðrum til um að það sé villimanslegt að dæma til dauða ? Er það ekki bara matsatriði sem kemur inn á mismunandi menningu ? Skrítið hvernig ýmsir vinstrimenn komast að því að ákveðnir hlutar okkar “menningar” séu til eftirbreytni en sumir ekki ? Eiga kannski mannætur að fá að halda áfram að borða aðra en það má ekki dæma aðra fyrir að selja dóp ? 'Eg bara spyr?