Ef maður reynir að tala fyrir hönd Ísraelsmanna og fá fólk til þess að sjá þeirra hlið málsins, þá er alltaf einhver fljótur að svara manni um að það sé áróður. Gyðingar eiga eða stjórna helstu fjölmiðlum í vesturlöndum, þessa tuggu heyrir maður aftur og aftur. Ef eitthvað er jákvætt fyrir hönd Ísraels þá hlýtur það að vera rangur áróður fjölmiðla, stjórnað af gyðingum og Bandaríkjamönnum. Allavega virðist það vera þannig á Íslandi í dag og meirihluta Evrópu.

En er það raunin? Ég ætla ekki að fara að fullyrða að Ísraelsmenn/gyðingar séu blásaklausir þegar kemur að þessu. En þetta virðist vera svo mikil skipting. Ef frétt hallast að því að vera jákvæð fyrir hönd Palestínumanna, þá heyrir maður engar vafasemisraddir. En þegar það er öfugt þá eru þær fljótar að koma út um allt. Jafnvel þó fréttirnar séu frá sömu fréttastofunni þá virðist það fara eftir efninu í fréttinni hvort það sé treyst fréttastofunni eða ekki.

En getur verið að þetta sé alveg öfugt? Eða að Palestínumenn séu með fjölmiðla í lúkunum á sér? Hér fyrir neðan er linkur að myndbandi sem útskýrir mjög vel þá fréttaframleiðslu sem hefur verið í gangi hjá Palestínumönnum. Sviðsett atriði sem eiga að vera bardagar þar sem Palestínumenn falla eða særast. Leikstýrð atriði sem á endanum urðu fréttaefni hjá fjölmiðlum um allan heim. Meðal annars þeim vestrænu stöðum sem “gyðingarnir stjórna”.

http://seconddraft.org/streaming/pallywood.wmv

Eins og vanalega býst ég við því að fá meirihlutann á móti mér í þessari umræðu. En finnst algjört lágmark að þið kíkið á þetta myndband áður en þið tjáið ykkur.