Ísraelsher lokaði landamærum Gasasvæðisins og Vesturbakkans í morgun og skaut flugskeytum á byggingar á Gasasvæðinu þar sem talið er að Hamassamtökin geymi og framleiði vopn. Var þetta gert í kjölfar þess að Hamasliðar skutu eldflaugum á ísraelska bæi við landamæri Gasasvæðisins í gærkvöldi.

Og svo…

Herskáu samtökin Lýðræðissinnar um frelsun Palestínu lýstu því yfir í dag að vopnahléi á milli Palestínumanna og Ísraelsmanna væri lokið. Yfirlýsingin kemur í kjölfar loftárásar Ísraelshers í Gasaborg sem varð fjórum Palestínumönnum að bana. Segir í yfirlýsingunni að árásin hafi verið „sviksamlegur glæpur“ sem hefnt yrði fyrir. „Vopnahléið er ógilt,“ segir í yfirlýsingunni þar sem Palestínumenn eru hvattir til að halda mótspyrnu áfram.

Þessi samtök hefja árásir á Ísrael og svo stuttu seinna leika fórnarlambið þegar Ísraelsmenn svara fyrir sig.

Ísraelsmenn nýbúnir að skila Gaza svæðinu og það fyrsta sem Palestínumenn gera er að misnota gjöfina til þess að gera árásir á Ísrael. Stjórnvöld í Palestínu verða að fara að herða meira aðgerðir gegn Hamas samtökunum ef það á að vera möguleiki á friði í framtíðinni. Eina leiðin til þess að fá sjálfstætt ríki og losna algjörlega við Ísraelsmenn er að taka á þessu vandamáli sjálfir. Abbas hefur lýst yfir auknum aðgerðum en samt virðast þeir ekkert ráða við Gaza svæðið eins og er.