Í fréttum seinniparts sumars var sagt að Smáís myndi hugsanlega láta loka á öll Íslensk kreditkort þegar reynt yrði að borga Sky fyrir um 200 rásir. Ástæðan fyrir þessu er að Sky hefur ákveðnar íþróttarásir sem sýnir enska boltann beint. Eins og allir vita hafa Smáís einkarétt á enska boltanum og því vilja þeir láta loka á allt Sky-ið.

Því spyr ég, finnst ykkur það réttlátt að þeir ætli að loka á allar rásirnar. Nú er ég ekki mikil íþróttamanneskja og keypti mér Sky aðallega fyrir bíómyndir, þætti og aðra skemmtun. Heyrði ég svo hvað Smáís hyggjast fyrir og varð ég frekar reiður útaf þessu. Þeir ætla að láta þetta bitna á öllum og finnst mér þetta mjög heimskulegt. Hvað finnst ykkur? Finnst ykkur þetta réttlátt hjá Smáís?
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius