Mbl.is
Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að leyfa giftum samkynhneigðum hermönnum að dvelja í húsnæði fyrir gifta hermenn eftir að borgaraleg hjónavígsla samkynhneigðra verður leyfð í landinu 5. desember næstkomandi. Talsmaður Varnarmálaráðuneytisins sagðist búast við að samkynhneigðir hermenn fái sömu lagaréttindi og gagnkynhneigðir hermenn.

Ógiftir hermenn, gagnkynhneigðir sem samkynhneigðir, munu eftir sem áður ekki fá að dvelja í húsnæði fyrir gifta hermenn.

Aðeins fjögur ár eru síðan samkynhneigðum einstaklingum var leyft að ganga í breska herinn.

Gott mál að samkynhneigðir fái aukin réttindi í Bretlandi. Þessi þróun virðist vera mjög sterk í Evrópu. Jafnvel talað um að það séu bara nokkur ár í að full réttindi samkynhneigðra verði sett inn í lög Evrópusambandsins.