Nú er ég kominn með kort hjá Atlantsolíu sem að gefur manni 1 kr afslátt á líterinn. Hef alltaf verið duglegur að versla hjá þeim og ætla mér að halda því áfram. Viðurkenn að ég hef reddað mér eitt og eitt skipti hjá “Samsærisolíu” en ég fer yfirleitt alltaf á Atlantsolíu til þess að fylla bílinn.

Það virðist vera sem þjóðin sé byrjuð að gleyma þessy hneykslismáli, eða jafnvel bara fyrirgefa það. Var að tala við einn strák um daginn sem að sagðist einfaldlega ekki versla hjá Atlantsolíu af því að þeir væru ekki ódýrastir. Það sem fólk verður að átta sig á er að olíufyrirtækin eiga marga milljarða og eiga efni á því að græða minna eða vera jafnvel í tapi bara til þess að reka aðra af markaðnum. Þó að Atlantsolía sé ekki ódýrust þá heldur hún samkeppninni gangandi, meðalverðið væri einfaldlega hærra ef þeir væru ekki á markaðnum.

Því hvet ég alla til þess að fá sér kort hjá þeim því það hvetur mann til þess að versla hjá þeim. Höldum áfram að versla við þetta fyrirtæki sem styrkir samkeppni, sem er mjög nauðsynlegt fyrirbæri.

Hægt er að velja milli þess að fá kort sem er skuldfært mánaðarlega eða kort með inneign. Kort og lykilorð eru send í pósti, eina sem þú þarft að gera er að fylla út umsókn.

http://www.atlantsolia.is/xodus_Page.aspx?CatID=2