Umhverfissinni, eða hvað?

Hvernig getur fólk sem mótmælir Kárahnjúkum kallað sig umhverfissinna? Fólk sem stendur í að mótmæla því að framleiða Ál með rafmagni framleiddu með einum umhverfisvænasta hætti sem þekkist, skilur ekki raunveruleg umhverfisvandamál heimsins. Það hugsar sífellt um “fjallið sitt”, “fossinn sinn” og fleira í þeim dúr.

Raunveruleikinn er að þetta ál verður framleitt með einum eða öðrum hætti. Eftirspurninni eftir áli verður ekki breytt. Ef þetta ál væri ekki framleitt með þessarri orku, verður það gert með annarri!

Íslendingar eru svo vanir að eiga endalaust af umhverfisvænni orku að þeir skilja ekki hvernig ástandið er í heiminum. Í Bandaríkjunum er t.d. 60% af öllu rafmagni framleitt með kolum!!!

Þetta er eitt af stóru vandamálunum í heiminum í dag, þ.e. hvernig verður hægt að framleiða allt þetta rafmagn sem við þurfum inn í framtíðina. Í dag er ein og aðeins ein möguleg lausn: Kjarnorka. Enda eru mjög mörg af stóru ríkjunum núna að endurskoða áætlanir sínar um kjarnorku og mörg kjarnorkuver að fara í byggingu, t.d. 20 stykki í Kína.

Aftur, enginn stöðvar þessa þróun, ekkert frekar en álframleiðslu. Þess vegna skiptir máli að fólk átti sig á því að ef við getum framleitt orkuna á umhverfisvænan og ódýran hátt, þá skal það gert.

Ég er umhverfissinni!
Ég STYÐ að virkja alla þá mögulegu umhverfisvænu orku sem hægt er að virkja!