Var að horfa á áróður (heimildarþátt) um Kárahnjúka.

Það sem er fyndið við þetta er að meirihluti fallega landsvæðisins sem var sýnt í þættinum eru í kringum virkjunina og lenda ekki undir vatni. Og fólk mun hafa greiðan aðgang að þessum svæðum eftir virkjunina, með þjóðgarði og læti.

Sandurinn og mosarnir sem að fara undir vatnið er minnihluti efnisins sem var sýnt. Svo var komið með allskonar sögur um huldufólk og þvílíkt rugl til að koma á stemningu. Maðurinn (Magnús held ég að nafnið sé) talaði um að þetta væri líklega seinasta skipti sem hann gæti séð þessa ósnertu náttúru. Miða við fjölda fólks sem fór þangað áður en það var ákveðið að hefja virkjun, efast ég um að hann hefði nokkurtíman farið þangað ef það hefði ekki verið ákveðið að virkja.

Mæli með því að fólk kíki í skoðunarferð hjá Landsvirkjun og sjái með berum augum hvað fer undir vatn og hvað ekki. Maður áttar sig á því þarna að það verið að gera stórmál úr engu, sandurinn og mosinn eru ekki það heillandi þó það sé hægt að stilla þessu upp á listrænan hátt með heimildarmynd.