Maður veit náttúrulega aldrei hvort þetta sé ósatt eða ýkt. En ef þetta er rétt mál þá virðist hann vera dálítið ruglaður karlinn.

Mbl.is:

Saddam Hussein fyrrum Íraksforseti dáist að Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta og segir að Bill Clinton hafi verið „í lagi” í forsetaembætti en að bæði George Bush eldri og George W. Bush séu ómögulegir forsetar, samkvæmt upplýsingum fimm bandarískra fangaverðarða sem hafa greint frá samskiptum sinum við hann í viðtölum við bandaríska tímaritið GQ..

Þá segir einn mannanna að afstaða Saddams til Bush-feðganna hafi mildast mikið á þeim tíu mánuðum sem hann gætti hans og að undir lokin hafi hann jafnvel verið farinn að tala um að vingast við þá.

Mennirnir, sem störfuðu sem fangaverðir Saddams í tíu mánuði, segja Saddam hafa talað mikið og haft sjúklegar áhyggjur af hreinlæti og heilbrigði. Þá segja þeir hann hafa talað bjagaða ensku og að hann hafi sýnt persónulegum högum þeirra mikinn áhuga og jafnvel boðið þeim að koma aftur til Íraks eftir að hann kæmist aftur til valda.

Mennirnir hafa skrifað undir þagnareið en hann nær ekki til persónulegra samskipta þeirra við Saddam.