Ég fór út áðan því að allir voru að segja að það væri ógeðslega gott veður. Ég fór út og það var sól en það var ekkert sérstaklega heitt. Samt var fólk úti að labba með peysurnar bundnar um mittið á sér eða fólk svona bert að ofan sitjandi á bekk við húsvegg segjandi: Ég er að drepast úr hita. Ég er að bráðna. Þetta er þreitandi. Það er alveg 10°C heitara inni hjá fólki en úti í dag en það er ekkert kvartandi inni. Það var kannski svona 15°C í dag. Þetta er svo týpískt fyrir íslendinga. Það er ekki heitt úti. Þó að þetta sé gott veður miðað við Ísland þá skiptir það ekki máli. Það er samt ekki heitt.
“Life is what happens to you while you're busy making other plans” - John Lennon