Nú er verið að banna fólki að reykja á veitingahúsum. ég reyki EKKI, og finnst ógeðslegt að vera að borða með reykinn og lyktina yfir mér, en það sem ég er að pæla er, er ekki verið að brjóta á rétti fólks sem vill eyðileggja í sér lungun og annað og vill reykja. ekki er hægt að banna því að reykja, en væri ekki hægt að hafa svæði sem væri bara herbergi (s.s ALVEG lokað) þannig að reykurinn myndi ekki trufla aðra. ég yrði eflaust pirruð ef fólk segði mér að ég mætti ekki gera eitthvað á veitingahúsi þar sem ég er að borga fyrir þjónustu. en ekki misskilja mig, ég vil alveg leyfa reykingarfólki að borða á stöðunum, bara að það sé ekki að blása reyknum yfir mig og veitingarnar mínar, eða litlu börnin, bara biðja þá um að reykja úti. vonandi kem ég því ágætlega til skila sem ég er að reyna að segja. hvað finnst ykkur?