Mér dettur þetta í hug stundum þessa dagana þegar ég heyr fréttir, en það sem ég er að heyra er síbylja um hvað er farið illa með konur á Íslandi. Nú síðast var ég að heyra að viðskiptafræðingar frá Bifröst sem eru konur fá um 50% lélegri laun en karlar ! Skelfilegt, hvað á að gera ? Jú, nú á að seta í gang “leiðréttingarkerfi” að hætti frænda okkar í Skandinavíu til að koma á jafnræði í þessum málum, hvað sem líður afkomu fyrirtækja. Norðmenn voru að setja í lög að ef konur væru ekki í ákveðnum fjölda stjórnenda fyrirtækja þá væri hægt að loka þeim ! Þeir voru víst að ranka við sér og viðurkenna að þetta væri ekki raunhæft, en viljum við eitthvað svipað ?