Ég var að horfa á fréttir þar sem að héraðsdómur var að dæma ríkið til að borg um 3,6 milljónir króna fyrir pappamassa og álpappír. Þessi svokölluðu listaverk eiga að hafa skemmst í óveðri sem að gekk yfir nokkrum dögum eftir að það átti að vera búið að hirða upp pappamassann og álpappírinn. Ég spyr bara ykkur finnst ykkur rétt að ríkið eigi að borga 3,6 milljónir króna plús vextir og dráttarvaxta af pappamassa og álpappír. Hingað til hefði ég talið að það ætti frekar að sekta fólk fyrir að henda rusli á almannafæri, eða ætti ég kannski bara að fara og heimta skaðabætur fyrir sígarettustubbinn minn sem að ég henti um daginn og veðraðist. Þannig að ég spyr bara eigum við að borga fyrir ruslahirðu eitthvers fólks sem að nennir ekki að taka til eftir sig?

FMT