Ef þú lest þessa grein ekki halda eitt augnablik að ég sé eða hafi einhvern tíma verið í þeim stjórnmálaflokki sem þú heldur að ég tali fyrir. Skoðanir mínar eru frá mér komnar en ekki komnar frá einum eða neinum stjórnmálaflokki.
Ég aðhyllist hvorki strauma né stefnur né hef nokkurn tíma verið andsnúinn eða fylgjandi núverandi meirihluta eða minnihluta í meginmálum sem þeir hafa rætt um eða tekist á um.
Málið er þetta og er þér frjálst að vera sammála þessu, ósammála eða þú mátt halda að ég sé 3 stigs hálfviti með háskólapróf eins og annarhver gáfumaður er með.
Hversvegna er það svo að stjórnmálaflokkur sem segist vera næst stærsti flokkur landsins, í sumum skoðanakönnunum sá stærsti treystir sér ekki til þess að bjóða fram í okkar ástkæru höfuðborg undir sínu merki.
Eru þeir “ gungur ”, eru þeir hræddir við að missa völdin, allir vita, kanski vita þeir það ekki að “ óvinurinn ” sem lagður var að velli fyrir fullt af árum á enga möguleka á því að ná meirihluta aftur.
Á þessum tímapunkti í greininni er rétt að minna menn á það að Sjálfstæðisflokkurinn á jafn mikinn möguleika á að ná meirihluta og að eftir 50 ár muni einhver halda því fram að Steinunn Valdís hafi verið góður og merkur borgarstjóri en hennar verður kanski helst minnst fyrir það að maðurinn hennar er Valsari og fer hún langt á því í mínum huga þegar ég rita hér þessa grein á huga.
Spurningin til ykkar hugsuða á huga er því þessi:
Hversvegna ætlar stjórnmálaflokkur sem fengi nær örugglega 5 - 6 borgarfulltra að sætta sig við að fá jafn marga fulltrúa og Alfreð Þorsteinsson og vinstri grænir ???